Datt í hug að skella inn því sem ég er með í bílnum mínum upp á síðkastið. Vonandi hjálpar það einhverjum sem eru ekki vissir hvað þeir eigi að setja á næsta bíladisk

74-'75 -The Connels. Rólegt og gott lag. Frekar easy listening lag og gott bæði þegar maður er ekki í neinu rosalegu stuði og þegar maður er til í að fíla sig inn í tónlistina og syngja með. Hlustendur eiga án efa eftir að standa sjálfa sig að því að söngla titil lagsins einhversstaðar.

The Masterplan - Oasis Alltaf gott að hafa eitt eða tvö oasis lög í bílnum þó ekki sé nema til vonar og vara ef maður veit ekkert hvað maður vill spila enda standa þeir alltaf fyrir sínu. Auðvitað er ekki hægt að gera upp á milli oasis laga en öll lögin á fyrsta disknum eiga sérstaklega vel við og önnur líka.

Hamburg song - Keane Gott lag sem má segja að sé frekar keanelegt en með smá Sigur Rós keim þar sem lagið hefur einhverskonar harmonikku í undirspili sem kemur mjög skemmtilega út og gefur laginu skemmtilega sérstöðu. Þetta lag myndi flokkast sem mjög fallegt lag og mjög hugljúft. Við fyrstu hlustun er ekki ólíklegt að hlustendur séu sífellt að bíða eftir því að það komi eitthvað þvílíkt trommusóló allt í einu eða að lagið hækki sig allt í einu rosalega yfir í rokklag en það gerist ekki.

Come To This - The Sleepy Jackson Erfitt lag að nálgast en algjör snilld. Skemmtileg rödd söngvarans gerir lagið einstaklega skemmtilegt og algjörlega ómissandi á diskinn.

Such Great Heights - The Postal Service Ekki fyrir alla. Ef þú fílar líka aðeins undarlega tónlist þá mundu fíla þetta. Besta lag The Postal Service og þarf hjá sumum smá hlustun þótt margir fíli það strax í botn en þeir sem fíla það ekki 100% ættu að gefa því séns og gefa því sénst. Algjörlega frábært lag

All is full of love - Björk Nauðsynlegt að hafa a.m.k. eitt Bjarkarlag fyrir aðdáendurna á íslandi. Hún er að vanda með frekar skringilegann stíl sem hentar ekki öllum en þetta lag er svo sannarlega eitt það besta sem hún hefur nokkru sinni gefið út og aðdáendur hennar og aðrir ættu ekki að hika við að hlusta á það því það er satt best að segja algjör ununn.

Stuck In A Moment og Vertigo- U2 Tvö mismunandi lög með U2. Annað, vertigo, mn rokkaðra en U2 er nauðsynlegt á alla bíladiska enda eitthvað sem flestir geta hlustað á. Þeir eiga svo mörg góð lög að þetta er bara dæmi um hvað hægt væri að taka. T.d. Original Of The Species, Beautiful Day, Mysterious Ways o.fl, o.fl.

Alcoholic - Starsailor Lag sem þurfir þurfa að venjast. Fyrst heldur maður að þetta sé kannski full væmið þar sem gaurinn er að syngja um alkohólisma og lagið er frekar í væmnari kantinum til að byrja með en örvæntið ekki því að lagið er brotð upp eftir ekki svo langan tíma (1:19). með flottu píanósólói og trommum og eftir það er lagið orðið hraðara.

Sunday Lover - Leaves Lýkt og með margar sveitir hér þá er nauðsynlegt að hafa eitt gott leaves lag að mínu mati. Skellti inn Sunday Lover af US útgáfunni af fyrst plötunni þeirra Breathe en u.þ.b. öll lögin á henni eru æðisleg og á seinni plötunni mæli ég með Shakma, Angela Test, Killing Flies ásamt öðrum. A.T.H seinni diskurinn er að mínu mati allt öðru vísi en sá fyrri og nauðsynlegt að skoða báða diskana. Fyrri er poppaðri en seinni er rólegri og þunglyndislegri ef svo má að orði komast… fynnst mér en ég fýla þá báða en fyrri hentar frekar í bílinn.

Is It Any Wonder? - Keane Langar þig að heyra eitthvað nýtt?, eitthvað ferskt en samt eitthvað sem þú veist að þú getur treyst á? þá hlustarðu á nýja Keane diskinn. Fyrsta smáskífulag plötunnar Is it any wonder er ásamt Nothing In My Way bestu lög plötunnar og henta bæði frábærlega vel í bílinn. Best að hækka vel

Fury - Prince Fýlaruðu Prince? Fýlarðu ekki Prince? Það skiptir ekki máli því þetta lag er miklu betra en allt hans efni og þótt ég hafi aldrei verið neinn fan þá er þetta lag algjör snilld. Algjört stuðlag. Gæti þurft 2 hlustanir fyrir suma til að finna hvað þetta er geggjað lag. Smá 80's fýlingur í því.

The Zephyr Song - Red Hot Chili Peppers Kannski ekki það nýjasta í heimi en alltaf gott að leysa málin með einum peppara þegar manni vantar eitthvað til að setja punktinn yfir iið. Pepparann þarf ekkert að kynna meira að mínu mati.

Crazy- Gnarls Barkley Eitt svona fyrir þá sem fýla fm mikið. Mjög gott lag og tilvalið fyrir sumarið. Tekur við titlinum sumarlag ársins af feel good inc. frá því í fyrra frá Gorillaz. Eins og ég segi. grípandi popplag sem flestir sem eru popparar ættu að fýla vel en endist ekki mikið lengur en út sumarið.

Sin Sin Sin - Robbie Williams Einn Robbari er alltaf góður. Þetta er nýtt lag frá kappanum sem fer helvíti vel niður í mann og gaman að hlusta með hátt í hátölurunum og gaman að syngja með þegar enginn sér.

This Time - Starsailor Sama hvað þú gerir. Eki missa af þessu lagi!!!! Var á nýja disknum hjá Starsailor sem kom út fyrir skömmu og það verður að segjast að það er eitt af þeirra bestu og má ekki vanta í bílinn. Kröftugt rokk/popp lag sem hentar allstaðar.

Natural Blues og Extreme Ways - Moby Að mínu mati er nauðsynlegt að hafa a.m.k eitt Moby lag á disknum þegar maður er þannig stefndur. Natural blues er rólegra og frekar þegar maður er ekki í allt of miklu stuði en Extreme ways er með skemmtilega byrjun og ekki annað hægt en að hækka vel í hátölurum og sérstaklega þegar að lagið breytist eftir svona 1:40 mín

Can't Stop Now - Keane Vissulega margir komnir með leiða á gamla disknum hjá keane en ef þú hefur ekki hlustað lengi á hann þá er þetta gott lag til að byrja á eftir hléið eða ef þú þekkir ekki keane vel og villt byrja á einhverju pottþéttu. reyndar ekki hægt að gera upp á milli keane laga en þetta er eitt af hinum góðu og hefur sérstöðu vegna þess hversu kröftugt það er og bæði trommur og píanó spila stórann þátt í laginu.

This Years Love - David Gray Alveg nauðsynlegt á kvöldin þegar maður er í rólega heita stuði eftir að maður er búinn að skila hópnum af sér og vill ná sér niður fyrir svefninn. David gray er að sjálfsögðu alltaf klassískur fyrir bílinn og hvenar sem er.

Let it be - The Beatles Eins og David Gray þá er þetta mjög gott lag til að ná sér niður eftir kvöldið. Bítlarnir eiga svo mikið magn af góðum lögum að ekki væri hægt að telja þau öll upp hér.

Ég held að ég segi þetta gott í bili en þessi listi er svo alls ekki tæmandi eins og allir vita að það er ekki fyndið.
Ef fólk vill þá vil ég endilega skella inn fullt af fleirum lögum sem ég vil benda fólki á hvort sem það notar það í bílinn eða ekki. Sendi kannski inn aðra sambærilega grein seinna enda er ég að sleppa gæða alvöru rokki eins og placebo, Muse, White stripes, Prodigy og allt það sem þarf fyrir góðann hraðdisk þegar maður vill kítla pinnann o.fl. ofl. o.fl. Afsakið hvað þessi listi er samt poppaður. Næsti verður með fleiri rokklögum og allt öðru vísi. Bíladiskar endurspegla samt oft svo mikið í hvernig stuði maður er þegar hann er spilaður.

Að lokum ætla ég að lokum að telja upp nokkra artistsa sem virka alltaf og svo nokkra sem fólk ætti að athuga betur.

Klassískir:
U2, Strokes, Keane, David Gray, Bee Gees, Starsailor, Bítlarnir, Leaves, Oasis, Abba, Red Hot Chili Peppers, Björk, Muse, White Stripes, Placebo, Lenny Kravitz, Jamiroquai, Michael Jackson, Guns and roses, Stereophonics, Travis, Outkast, Duran Duran, Led Zeppelin,

Kannaðu þessa:
Jeff who?, Embrace, Trabant, The Postal Service, The sleepy Jackson, The 88, The Zutons,

Vonandi fann einhver eitthvað lag sem honum langar að setja á næsta disk.