Endurholdgun Smashing Pumkins!... næstum því Já þið lásuð rétt… miklar vangaveltur hafa verið síðustu mánuðina um sameiningu sveitarinnar Smashing Pumpkins vegna ummæla forsprakka hennar, Billy Corgan, um gera það. Og nú loks hefur það gerst! Nema hvað að það eru aðeins Billy kallinn og trommarinn Jimmy Chamberlin sem eru komnir enn sem komið er. Ef marka má Billboard.com þá hafa þeir skrifað undir samning undir nafninu Smashing Pumpkins og ætla hefja tökur á þeirra fyrstu nýju plötu í heil 6 ár.
En eins og áður sagði eru þeir aðeins tveir ennþá. Ekkert er enn vitað um hvort gítarleikarinn James Iha, upprunarlegi bassaleikarinn D'arcy Wretzky eða arftaki hennar, Melissa Auf der Maur, ætli að ganga til liðs við þá félaga. Hins vegar gaf Melissa ýmislegt í skyn í viðtali við MTV News en þar sagði hún meðal annars :
“Það væri náttúrulega best ef D'arcy væri viðriðin þetta, en ég veit ekkert hvar hún er niður komin og efast um að Corgan eða Chamberlain viti það heldur. Hinsvegar líður mér stórvel með að vera sú næst besta… Corgan getur notið þjónustu minnar hvenær sem hann þarf.”

Þetta eru náttúrulega ekkert annað en frábærar fréttir fyrir alla tónlistarunnendur þar sem um er að ræða einhverja áhrifaríkustu og frægustu sveit 10. áratugarins….. ef ekki allra tíma. Nú er bara að vona það besta að James Iha og D'arcy Wretzky eða Melissa Auf der Maur gangi til liðs við þá á ný.

Jæja, hvað segiði um þetta fólk ? :)
(þetta og ýmislegt fleira á www.cygnus.co.nr)