Frábær frétt til allra sem að eiga mikið af diskum


HVAÐ ER AÐ GERAST Í ÞESSU ÞJÓÐFÉLAGI..


Ég var á röltinu í kringluni fyrir stuttu og skaust inn í Japís til að tékka hvort að þeir ættu gamlan disk sem að ég hef átt í þó nokkuð langan tíma. En sökum langra spilunar og ung afkvæmi var ekki hægt að spila hann lengur sökum þess að hann var farin að hiksta og sleppa lögum. En hvað með það ég ættlaði að fara að endurnýja diskin og fyrst að ég var þarna þá væri bara best að kaupa þá diska sem að dóttir mín var að endavið að jappla á, en þegar að ég sá VERÐIÐ á diskunum hélt ég að þeir væru að grínast með það en það var víst ekki, ég bara spyr hvað er að gerast hér?

Lá leið mín þá upp í Skífuna til að athuga hvort að verðið væri eitthvað betra þar en það var víst ekki, fer ég þá að tala við einn starfsmanninn þar og eftir nokkrar mín bendir hann mér á tæki sem að þeir eru með til sölu sem að gerir við geisladiska??
Gerir við geisladiska? Já það var víst það sem að hann sagði við mig en hann sagði líka að tækið væri svolítið í dýrarikantinum en það gæti gert við allar tegundir af geisla diskum og þá átti hann við tóndiska,dvd,pc,psx og psx2 diska.

Ég var nú ekki allveg til að gleypa þetta en sló samt til bara til að prufa ég meina tækið getur gert við 50-100 diska allt eftir því hvað diskarnir eru rispaðir.

OK ég fór með tækið heim og las leiðbeiningarnar og vit menn þetta litla skrítna apparat virkaði. Diskurinn verður kanski ekki há glansandi en það sem að skiptir máli er að hann virkar, hann sleppir ekki lagi hann hikstar ekki og ég er á fullu að gera við gamla diska fyrir mig og svo fréttist þetta til vinanna og ég er á fullu að gera við diska fyrir þá (og rukka grimmt fyrir ;)

Ég varð bara að segja ykkur frá þessu dæmi og svona í lokin þá heitir tækið:
Skip Doctor.