púlsinn 7 ágúst Fred Durst söngvari Limp Bizkit hefur löngum þótt liðlegur í samskiptum við aðdáendur hljómsveitarinnar. Hann gefur til dæmis alltaf eiginhandaráritanir þegar hann er beðinn um það og gefur sér tíma til að tala við þá sem vilja tala við hann og þeir eru margir. Nú hafa Limp Bizkit tekið þessi samskipti við aðdáendur sína á æðra stig. Til stendur að bjóða nokkrum heppnum Lipm Bizkit aðdáendum í stúdíó til þess að fylgjast með upptökum á nýju efni. Limp Bizkit áætla að hefja upptökur á fjórðu breiðskífu sinni seinna á árinu.

Sú kjaftasaga hefur borist okkur hér í Púlsinum að hljómsveitin Jet Black Joe ætli að taka nokkur comeback gigg á næstunni. Ný og endurreist Jet Black Joe spilaði í fyrsta skipti fyrir um níu þúsund manns á útihátíðinni að Eldborg um helgina. Þar var þeim mjög vel tekið og ekki að heyra að þeir Gunnar Bjarni og Páll Rósinkrans væru neitt sérstaklega ryðgaðir. Við verður með nánari fréttir af endurkomu Jet Black Joe um leið og þær berast.

Síðastliðið fimmtudagskvöld steig Richard D James eða Aphex Twin á svið og tók lög af nýrri breiðskífu sinni og þeirri fyrstu sem hann sendir frá sér í fimm ár. Platan heitir því undarlega nafni Drukqs og er ég ekki viss um að þetta sé rétt borið fram hjá mér.
Tónleikarnir fóru fram í störnuskoðunarstöð Lundúnaborgar og voru aðdáendur kappans mættir til að hvetja sinn mann.