Birta (tímarit sem er dreift aðra hvora viku með fréttablaðinu) hefur blaðsíðu þar sem “frægt” fólk velur sér tónlist á disk og segir frá því
af hverju það valdi þessa tónlist á diskinn. Þetta heitir brennslan mín. Ég verð sennilega aldrei jafn “frægur” og þetta fólk til að komast í blaðið með “brennsluna mína” svo ég set þetta bara á Huga í staðinn :).

Hvet ég aðra Hugara til að gera það sama en munið að það er BANNAÐ að velja fleiri en 10 lög. Ef í vafa, hafið þau þá færri. Það er bara ykkur að kenna að geta ekki valið á milli. Já, ég er harður, so what! Segið síðan frá því af hverju þessi lög en ekki einhver önnur voru valin, hvað gera þessi lög fyrir ykkur?
—–
01.Glósóli.
Sigur Rós er æðislegt band og þetta er að mínu áliti það besta sem þeir hafa gert hingað til.
Ég hlustaði fyrst mikið á lagið og sá síðan myndbandið og það var eins og fyrst hefði komið hugmyndin, síðan myndbandið og síðan lagið. Það er lagið er tónlistin í myndbandinu. Merkilegt. Þetta lag kemur mér alltaf í gott skap.

02.Pride (In the Name of Love).
Ég féll í stafi þegar ég heyrði þetta lag fyrst og ekki var aftur snúið. Mín uppáhaldshljómsveit er U2. Ég fyrirgef þeim að hafa villst af leið og farið að búa til diskómix og eitthvað rugl. Bara eitt sem dugar fyrir þetta band og það er rokk og ról. Lagið fjallar um Martin Luther King og stolt hans sem engin gat tekið af honum þó að þeir hefðu tekið líf hans, það er hjarta og sál í þessu lagi. Af hverju ekki að velja Where the Streets Have No Name, þá má ráðast á mig fyrir það en ég valdi þetta lag.

03.Eiledon.
Það kannast ábyggilega enginn við þetta lag. En þetta er í senn rólegt og kröfugt tilfinningalag með Big Country. Ég er stundum á því að The Edge úr U2 hafi stolið gítarsándinu frá Big Country eða a.m.k. fengið það “lánað”, hlustið bara á nokkur BC lög og berið saman við U2 lög. Það sem mér finnst gott við þetta lag er textinn og lagasmíðarnar, einstakt ef maður hlustar. Verst að söngvarinn skyldi hafa hengt sig fyrir einhverju síðan. Alltaf slæmt þegar menn kjósa auðveldu leiðina út en hann var að berjst við áfengið eins og svo margir og áfengið hafði betur. Þetta er besta BC lagið að mínu áliti.

04.Comfortably Numb.
Örugglega í topp 3 yfir bestu lög Pink Floyd (hin eru að MÍNU áliti Shine on You Crasy Diamond og Wish You Were Here). Ótrúlegt lag og eitt besta og frægasta gítarsóló sem hefur verið samið. Fjallar um sjúkling og lækninn hans. Mjög vel samið og útfært lag. Reglulega gaman að sjá
þetta á Live8 og Roger Waters líka. Síðan gátu þeir staðið saman í lokin sem ég hélt að ég myndi aldrei sjá án handalögmála. Það skilja þeir sem vita hvað hefur gerst á milli þeirra félaga í PF.

05.The Bravery of Being Out of Range.
Þegar Roger Waters “hætti” í Pink Floyd þá hóf hann brösuglegan sólóferil en eitt er víst að kallinn kann að semja lög og hefur mjög kröftugt
ímyndunarafl. Greinilega hugsandi maður þar á ferð eins og má heyra á Amused to Death disknum og þetta er eitt af hans allra bestu lögum eftir
að hann “hætti” í Pink Floyd að MÍNU áliti eins og áður.

06.At Your Most Beautiful.
R.E.M. er einnig mjög skemmtilegt band sem hefur samið mikið af frábærum lögum og hefur einnig verið í uppáhaldi þó þeir séu ansi slappir núna
eitthvað. Ímyndunaraflið horfið út í loftið. Þetta lag var samið sem ástarsöngur og voru þeir að reyna að semja lag sem myndi líkjast
lagasmíðum Brian Wilson úr Beach Boys en þeir hafa mikið álit á honum. Síðan tókst þeim að semja eitt rómantískast lag sem ég hef heyrt.
Frábært.

07.Wuthering Heights.
Kate Bush er einstök söngkona, það kemur aldrei fram annar eins einstakur listamaður og hún aftur. Þetta er eitt af hennar frægustu og bestu
lögum og fjallar um Scarlett og Heathcliff úr kvikmyndinni Gone With the Wind og allt það drama sem virðist fylgja kvenfólki híhí, elska ykkur samt :). Söngurinn og myndbandið er fær tímann til að stoppa.

08.Winter.
Tori Amos er virkilega öðruvísi listamaður. Hérna kemur hún með lag sem hittir alveg beint í hjartastað þeirra sem hafa nokkurn snefil af
tilfinningum. Hvet ég bara fólk til að hlusta. Segi ekki meira.

09.China Roses.
Enya er einnig mjög sérstakur listamaður. Semur mjög róandi og afslappandi tónlist. Himneskt lag, himnesk tónlist.

10.Tokyo Nights.
The Bee Gees. Nú álíta mig einhverjir skrítinn. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja um þetta lag það er eitthvað “element” í því sem fær mig til að hugsa um lífið og hvað það þýðir að vera hamingjusamur.

—–

Næst er ég að spái í að gera svona fyrir bíómyndir ef viðbrögð við því verða góð. Það er hvað bíómyndir eru í uppáhaldi hjá mér og af hverju, hvað gera þær fyrir mig.

Þakka lesturinn :)

Bellator.