Vax Meðlimir hljómsveitarinar eru :
Halldór - Orgel og söngur
Villi - Gítar og söngur
Hallur - Trommur og söngur

Fyrrum meðlimir :
Gísli - Bassaleikari
Haffi - Trommuleikari

Vax var stofnuð fyrripart ársins 1999. Í fyrstu var hljómsveitin tríó en um vorið 2001 gekk bassaleikarinn Gísli til liðs við sveitina. Það sumar var meðal annars farið í viku tónleikaferð um austurland og spilað nánast á hverju kvöldi.

Haustið 2001 kom inn Haffi sem spilaði á trommur með bandinu er Hallur fór í nám og sá vetur var full bókaður og sem dæmi um jólin 2001 spiluðum á 5 giggum á 10 dögum og þótti nóg um og kúplað var niður og stigið á bremsurnar. Aðeins var spilað sumarið 2002 eða þar til Villi fór í nám um haustið.

Pása var tekin þar til haustið 2003 að Vaxið var sett í startholurnar og byrjað að æfa með upprunalegum mannskap. Hljómsveitin Vax hefur farið í hinar ýmsu stefnur í millitíðinni en alltaf haldið til við upprunan þ.e bresku uppreisnina R&B. Vax hefur spilað með nokkrum af stærstu hljómsveitum Íslands m.a. Stuðmönnum, Sálinni og síðast en ekki síst Hljómum frá Keflavík og spilað á allt frá tónleikum til hjónaballa en þó alltaf á þeirra forsendum og stundum fengið bágt fyrir en það er saga sem ekki er sögð nema endrum og eins.

Hljómsveitin hefur spilað á flestum þéttbýlistöðum norðurs og austurs, með nokkrum stoppum í Reykjavík sem eru heimastöðvar Vaxins núna.

Vax fékk mikið lof þegar þeir spiluðu á Iceland Airwaves á Grandrokk í haust, var talað um að þeir hefðu stolið senunni og verð ég að samsinna því að minnsta varð ég hugfangin.
Í sérblaði Grapevine um Iceland Airwaves var talað um rosalega skemmtilega og góða sviðsframkomu þeirra og hversu fullir orku og útgeislun bandsins, einnig var farið góðum orðum um þá í DV þar sem tekið var undir Grapevine.

Þeir spiluðu mikið á Hressó í haust og mætti ég þar einu sinni og sé ekki eftir, stemmningin var æðisleg! Var vel þess virði að mæta fyrr í bæinn en ég hafði mér ætlað ;)

Þeir hafa gefið út plöturnar EP sem er hægt að finna á Tónlist.is
Á EP má finna lögin :
Babe Blue - Rosalega flott lag sem ég fékk á heilann strax og ég heyrði það :P
Glory Days - Æðislegt lag :D
My Back Hurts - Ef þú fílar þetta lag ekki shame on you!
Almighty - Ohh, þarf að eignast EP aftur langar að heyra þetta lag!

Einnig hafa þeir gefið út diskinn OH NO! sem einnig má finna á Tónlist.is
Á OH NO! má finna lögin :
Sleepover - *byrjar að dansa* Þetta er massa flott lag, góð byrjun á rosalega góðum diski. Villi með þessa æðislegu Wiskey rödd sína, hljómar soldið eins og hann hafi fengið sér smá Tullamore Dew sem er officiall drykkur hljómsveitarinnar :P
Oh Yeah! - Mæli með því að það sé hlustað á þetta lag, er titillag plötunar og var gefið út á smáskífu.
Get On - Þetta lag kemur mér sífellt í djamm gírinn :)
Waiting Dry
Your Hair Is Stupid - I remember my first haircut, my mama to me to the barber and my sister to… *raular* Endalaust hvað ég get verið með þetta lag á heilanum :D
Devil That Woman - Brútal brútal texti… prófið að hlusta á hann! En lagið er ekkert að eyðileggja neitt fyrir mér :D
Beliver - Gamla lagið sem við þekkjum öll sett í nýjan búning ;)
Waltz (My Friend) - Vals settur í nýjann og flottan búning.
Telephoneblues - Mmmm, blús hefur aldrei hljómað svona vel áður!

Dóri á orgelinu hefur einnig sjálfur gefið út disk sem er meira private en hver veit hvort að það efni komist ekki líka eitthvað áfram með hjálp vefsins.
Hef sjálf þennan disk undir höndum en honum var dreift meðal vina og kunningja, búin að vera að hlusta á lögin af honum í allan dag og er hooked, maðurinn er með rosalega góða rödd þrátt fyrir að hann harðneiti fyrir það.
Diskurinn hans Dóra heitir einfaldlega 5, hann inniheldur 5 lög sem hann hefur samið til vina og þeirra sem standa honum næst.

Vona að þið hafið eitthvað haft gaman af lestrinum.

Klikkið á nafn hljómsveitarinnar til að komast á vef hennar : Vax

kv. Taran