a7x - Framtíð rokksins Heil og sæl!

Ég hef verið aðdáandi Avenged Sevenfold í nokkurt skeið núna og finnst mér kominn tími til að ég skrifi grein um þá eftir bestu getu. Vinsamlegast athugið að ég er ekki þessi dæmigerða tónlista týpa sem veit allt um hljóðfæri og annað tengt tónlist, ég er einungis sú týpa sem hlustar á það sem er best.

Avenged Sevenfold er skipuð af:
M. Shadows – Vocals
Synyster Gates – Lead Guitar
Zachy Vengieance – Guitar
Johnny Christ – Bass
The Rev – Drums

Avenged Sevenfold er “metalcore” hljómsveit frá Huntington Beach í Kaliforníu.
Hljómsveitin var stofnuð 1999 þegar meðlimir sveitarinnar voru enn í menntaskóla (High School, minnir að það sé rétt en leiðréttið ef ég fer með rangt mál).
Nafnið Avenged Sevenfold er dregið frá sögu í biblíunni, Sagan af Cain og Abel í Genesis 4:15 (Gamla Testamentið) sem segir af óútskýranlegu morði á Abel sem bróðir hans, Cain, framdi.
Cain og Abel eru sagðir hafa verið synir Adam og Evu.
Í þessari sögu er texti sem hljóðar svo: “But the Lord said to him, Therefore whoever slayeth Cain, vengeance shall be taken on him sevenfold”. Í þessum texta er nafnið Avenged Sevenfold dregið fram.

Þeir gáfu út smáskífuna Warmness on the Soul áður en þeir gáfu út fyrstu breiðskífuna. Warmness on the Soul inniheldur 4 lög:

1. Warmness on the Soul [Single Version]
2. Darkness Surrounding
3. We Come Out at Night
4. To End the Rapture [Heavy Metal Version]

Smáskífan kom út 8. Ágúst 2001 og var útgefin af Good Life Recordings.


Þegar fyrsta breiðskífa þeirra, Sounding the Seventh Trumpet kom út varð hún strax dáð af “hardcore” samfélaginu. Þeir tóku breiðskífuna upp aðeins 18 ára gamlir og gáfu hana út 19. Mars 2002. Útgefandinn var Hopeless Records.
Sounding the Seventh Trumpet inniheldur 13 lög:

1. To End the Rapture
2. Turn the Other Way
3. Darkness Surroundings
4. The Art of Subconcious Illusion
5. We Come Out at Night
6. Lips of Deceit
7. Warmness in the Soul
8. An Epic of Time Wasted
9. Breaking Their Hold
10. Forgotten Faces
11. Thick and Thin
12. Streets
13. Shattered By Broken Dreams

Mér finnst breiðskífan alveg ágæt en ég er samt meira hrifinn af rödd M.Shadows í Walking the Fallen og City of Evil sem við komum inn á síðar meir.
Það eru nokkur lög sem mig langar að nefna sérstaklega, það eru þau lög sem mér finnst vera best á þessum diski.
Warmness in the Soul er rosalegt lag. Píanó spilið heldur manni föstum í laginu og söngurinn hjá M. Shadows er ótrúlegur. Svo ekki sé minnst á gítarsóló-ið. Mjög hjartnæmt lag finnst mér.
Lips of Deceit byrjar virkilega vel með flottum gítar forleik og með blandast söngur M. Shadows og svo færist hraði í lagið sem gefur virkilegan góðan svip á lagið. Þetta er eitt af þeim fáu lögum sem ég fíla þessa rödd með M. Shadows.
Streets er afar gott lag með virkilega góðum söng, ekki eins “hardcore” og flest hin lögin á disknum en stendur samt fyrir sínu.
Thick and Thin geggjað lag sem byrjar á því að byggja upp spennu og svo byrjar það með léttum hamagangi og svo eykst örlítið við lagið og þannig heldur það áfram.


Næsta breiðskífan kom út 26 Ágúst 2003 og var hún nefnd Walking the Fallen. Disknum var vel tekið og var álitinn góð tilraun hjá meðlimum Avenged Sevenfold sem voru þá á öðru ári í menntaskóla (High School). Í kjölfarið fylgdi svo grein um Avenged Sevenfold í Rolling Stone blaðinu þar sem þeim var lofað talsvert.
Walking the Fallen er samansett af 12 ótrúlegum lögum:

1. Waking the Fallen
2. Unholy Confessions
3. Chapter Four
4. Remenissions
5. Desecrate Through Reverance
6. Eternal Rest
7. Second Heartbeat
8. Radiant Eclipse
9. I Won't See You Tonight Pt.1
10. I Won't See You Tonight Pt.2
11. Clairvoyant Disease
12. And All Things Will End

Walking the Fallen er að mínu mati mun betri en Sounding the Seventh Trumpet því á þessum diski er hinn rétta rödd M. Shadows komin fram. Röddin er miklu betri og flottari og finnst mér þessi hljómur vera hinn eiginlegi hljómur Avenged Sevenfold. M. Shadows er farinn að slaka meira á röddinni svo söngurinn er meira fallegur en mjög há öskur og skærir tónar, eins og segir á hinni ágætu Wikipedia:
Recently M. Shadows' vocal stylings have changed more to focus on melodic singing than on hardcore screaming and growling.
Þetta var útaf aðgerð M. Shadows á hálsi vegna invortis blæðinga. Walking the Fallen einkennist af gífurlega flottum sóló-um í öllum lögum disksins.
Útgefandi Walking the Fallen er sá sami og gaf út Sounding the Seventh Trumpet.

Uppáhaldslög mín á þessum diski eru eiginlega öll lögin en ég ætla að reyna að velja það sem mér finnst best.
Unholy Confessions er vafalaust eitt af þeim flottustu lögum sem ég heyrt. Það byrjar mjög hratt með flottum gítar, tromman byggir upp spennu og svo tekur söngurinn við sem heldur manni agndofa út lagið.
Chapter Four ótrúlegt lag með ótrúlegum takt. Takturinn í laginu er snilldin ein, þetta er sannkallað meistaraverk. Lagið byrjar með látum en svo fer aðeins að hægja á því en svo eykur það við sig enn meiri hraða og takt. Gítarinn er rosalegur og tromman er guðdómleg. Röddin í M. Shadows er fullkomin í þessu lagi.
Remenissions … Ég verð alltaf orðlaus þegar ég hlusta á þetta lag, það er ekki hægt að skrifa nógu góða lýsingu á þessu lagi svo ég mæli stranglega með því að þið hlustið á lagið.
Desecrate Through Reverance er gull frá A-Ö. Endirinn er lang minnistæðastur sem og allur söngurinn í laginu.

Ég get haldið áfram að skrifa um hvert einasta lag því allur diskurinn er það góður, en ég get ekki skrifað umfjöllum um heilan disk því þá myndi þessi grein vera of löng og það er nóg eftir. Ég mæli eindregið með þessum disk og allir rokktónlistar unnendur ættu að eignast þennan disk.


Þá er komið að City of Evil sem er nýjasta breiðskífa þeirra Avenged Sevenfold. City of Evil kom út 7. Júní á þessu ári og var gefinn út af Warner Bros Records.
City of Evil markar nýtt upphaf fyrir Avenged Sevenfold því á þessum diski er allt annar hljómur og taktur en í áður útgefnum plötum. M. Shadows einbeitir sér meira á fallegri og mjúkum söng en þó hörðum og beittum. Röddin er allt önnur en í Sounding the Seventh Trumpet og er að mínu mati mun betri í City of Evil.
City of Evil sækir innblástur sinn í Guns n’ Roses og Pantera.
11. sláandi góð lög eru á þessum fína diski og þau eru:

1. Beast and the Harlot
2. Burn it Down
3. Blinded in Chains
4. Bat Country
5. Trashed and Scattered
6. Seize The Day
7. Sidewinder
8. The Wicked End
9. Strength of the World
10. Betrayed
11. M.I.A.

Öll lög á þessum disk eru yfirfull af því besta sem Avenged Sevenfold hefur upp á að bjóða. Það sem ég mæli sérstaklega með er:

Blinded in Chains er fyrsta lagið á disknum og er jafnframt það besta. Það byrjar með rosalegum krafti, gítarinn kemur manni til skýjanna og söngurinn enn hærra. Trommurnar og bassinn eru líka bara kúl.
Bat Country án efa eitt það besta sem Avenged Sevenfold hefur gefið út. Það er allt í þessu lagi.
Strength of the World þetta lag kom mér mjög á óvart. Það byrjar afskaplega sakleysislega, mjög ævintýralegt og svalt. En svo kemur ógleymanlegur kafli þegar allt fer á skrið. M. Shadows fer á kostum í þessu lagi.

Í lögum Avenged Sevenfolds er aðallega mikið um örvæntingu, sjálfsmorð, hefnd, svik, einmannaleika og heimsendi. Allir meðlimirnir hafa verið reknir úr Katólskum skóla (Catholic School) Synyster Gates segir að eini meðlimurinn sem er trúaður er The Rev. Þó svo að hljómsveitin segist ekki aðhyllast nein trúarbrögð þá hefur fréttst að Johnny Christ sé að stunda pagan trú, hvað svo sem það er.


Ég vil þakka þeim sem lásu alla greinina og eru komnir hingað niður á þessi orð. Þetta er fyrsta skiptið sem ég reyni að skrifa um hljómsveit og vona ég að fólk hafi haft gagn og gaman af.
osomness