Þarseinasta mánudag vorum ég og vinkona mín í vinnunni og ákváðum að kveikja á útvarpinu, þar var lítíð spennandi svona eins og venjulega, það er helst að maður hlusti á RadíóX en Tvíhöfði var orðinn soldið boringur eitthvað, þannig að við ákváðum að reyna að finna eitthvað nýtt(Man einhver eftir einu ákveðnu sumri þar sem gamla x-ið spilaði líka rap, ásamt rokkinu og fleira skemmtilegt?). Og hvað vitiði þarna lengst til vinstri eða þar á bilinu finnum við rap stöð. Það var ekkert talað eða neitt svoleiðis, þannig að við vissum ekkert hvað við áttum að halda, síðan kemur gamalt soul lag og RnB. Og það spilar engin önnur stöð Erikuh Baduh, þvílík himnasending. Við hlustuðum áfram og þá var kom auglýsing sem sagði að þetta væri einhver bandarísk stöð. Síðan hlustuðum við ekkert á útvarpið aftur fyrr en næsta mánudag, sama yndislega tónlistin flaut um loftið en núna kom auglýsing sem sagði að þú værir að hlusta á tilraunaútsendingar stöðvar sem héti Mæjónes Fm 89.0. Tilgangur þessarar greinar var að aðalega að benda á þessa stöð og líka að spyrja hvort einhver hefði hugmynd um hvaðan þessi stöð kom og hvað sé eiginlega í gangi?
Sunbeam x