Eitt hef ég aldrei skilið og er það afhverju menn þurfa alltaf að pæla í aldri tónlista manna eða það er að seigja þegar tónlistar menn eru undir 18 ára aldri er mjög oft sagt setningar eins og “mjög gott miða við aldur” , hvað kemur aldur málinu við?

Ég get vel skilið þegar aldur er settur saman við sviðsframkomu eða stress á sviði en þegar tónlist í heildsinni er dæmd eftir aldri tónlista manna er það eitthvað sem ég get ekki skilið, aldur er afstætt hugtak í þessu samhengi, t.d getur 12 ára gutti verið búinn að vera spila á t.d píanó frá því hann var 3ára og verið mun betri en einhver tvítugur í semí frægri hljómsveit en samt er alltaf sagt við þann yngri “mjög gott miða við aldur”

Ég hef oft heyrt í mörgum mjög góðum böndum en svo heyrir maður alltaf alla tala svolítið niður til þerra og seiga setningar á borð við “já já þeir eru ágætir miðavið aldur “ tónlist er bara tónlist óháð aldri

Svo til að nöldra svolítið þoli ég ekki fólk sem heldur að það sé rosa gott tónlistar fólk því það kann t.d nokkur metallica lög á gítar en kann ekkert að semja sjálft

Maður er ekki góður tónlista maður fyrr en maður kann að semja sína eiginn tónlist

Ég hef lokið máli mínu og vona að einhver hafi nent að lesa þetta allt, takk fyrir mig
je ne comprends pas ce qui est écrit ici!