Ég slysaðist inn í plötubúð nú í vikunni og sá að nýjir geisladiskar eru farnir að kosta 2.350 kr. Ég veit að að vissuleiti er þessi hækkun eðlileg með tilliti til falls krónunnar en mér finnst þetta bara allt of dýrt. Ég hef varla keypt mér disk hérna heima á fullu verði í 3 ár því að ég held að plötubúðirnar séu að okra á okkur. Ég kaupi mína diska í útlöndum, fríhöfninni eða nota tækifærið þegar það er útsala.
Hvað er langt síðan verð á diskum hækkaði úr 1.999 kr í fyrst 2.099 svo stuttu síðar 2.199 og núna í 2.350?
Finnst engum þetta vera rán?
Ég veit að maður getur fengið þetta allt á netinu en ég vil helst kaupa mína tónlist því auðvitað verður tónlistarfólk að fá e-ð fyrir sína vinnu en ég held bara að þeir sem eru að búa til tónlistina séu ekkert að græða á þessari hækkun.
Talbína