Ég er einn af þeim sem fór á tónleikana með Duran Duran og ég held að strákarnir hafi bara verið góðir en eftir að hafa borgað 5900 fyrir miðan og upplifað mig sem apa í búri þá get ég bara ekki verið viss.
Ég hafði miklar væntingar til þess að sjá strákana og umfram allt þá átt ég von á því að eiga möguleika á því að komast allavega í miðjan salinn og jafnvel lengra en tónleika haldarinn sá til þess að tónleikarnir voru ónýtir fyrir mér vegna þess að fjarlægðin var svo mikill að það var engin leið að sjá neitt af þessum tónleikum. Ég var við grindverkið eins og sönnum apa sæmir og upplifði mig þannig eftir að hafa keypt miðan á 5900 miðað við það sem ég sá. Það sem mér fynnst ömulegast við þetta er að fyrir framan grindverkið sem var nánast aftast í salnum voru tugir og jafnvel hundruð metra af auðu gólfplássi sem hafði verið tekið frá fyrir þá sem keyptu miða á foo fighters líka en engin möguleiki var til þess að komast þar inn nema með þessu skilyrði eftir því sem ég kemst næst, þ.e. ég hafði einga möguleika til þess t.d. að borga 1000 eða 2000 meira til þess að komast þangað inn og þar að auki þá hafði ég ekki hugmynd um að fyrir mér lægi að þurfa að vera eins og api í búri fyrir 5900. Þessir tónleikar eru mestu mistök sem ég hef upplifað í seinni tíma og þú tónleikahaldari(Kári - eða hvað þú heitir) þú ert ömulegur fyrir það hvernig staðið var að þessum tónleikum og hvað þú bíður fólki uppá og stöð 2 fyrir að styðja við svona framkomu við ykkar viðskiptavini . . það er ótrúlegt. Einflaldlega, þetta sökkaði feitt!!