Robert Plant and The Strange Senastion Föstudaginn 22.apríl hélt Robert Plant, fyrrverandi söngvari stórhljómsveitarinnar Led Zeppelin tónleika í Laugardalshöll. Robert Plant hafði áður komið til Íslands en það var árið 1970 með Led Zeppelin. Héltu þeir goðsagnakennda tónleika í Laugardalshöll og var því beðið með mikilli eftirvæntingu eftir því hvort hann myndi toppa þá tónleika. Með honum var hljómsveitin The Strange Sensation en hana skipa: Skin Tyson(gítar), Justin Adams(gítar),John Baggot(hljómborð), Billy Fuller(bassa) og Clive Deamer(trommur). Tónleikarnir hérna voru hluti af tónleikarferðalegi Roberts til að kynna nýju plötuna sína(Mighty ReArranger).

Húsið opnaði klukkan sjö og mættum ég og pabbi á staðinn klukkan 19:20. Þegar við komum var að selja nýja diskinn og splæsti pabbi á mig einu stykki af því að ég átti afmæli eftir 3 daga. Við áttum miða í stæði og af því að við mættum svona snemma náðum við mjög góðum stað. Upphitunarhljómsveitin steig svo á stokk um átta leytið og var það hljómsveitin Ske. Ég hafði ekki heyrt mikið um Ske áður en ég fór og gerði því litlar væntingar til þeirra. Þeir komu mér ekkert á óvart, voru heldur leiðinlegir. Lögin slöpp,enginn stemming og einfaldlega bara niðurdrepandi tónlist. Þeir fóru af sviðinu eftir 30 mín flutning og kom þá löng bið eftir goðinu.

Svo eftir svona 35 min eftir að Ske hættu að spila kom hljómsveitin á svið en ekki Robert Plant,eftir mikil hróp og köll steig hann á svið með miklum fagnaðarlátum áhorfenda. Fyrir tónleikanna var hann búinn að lofa að taka nokkur Led Zeppelin lög og byrjaði hann á því að taka Led Zeppelin lagið No Quarter í nýjum búninigi. Var það bara mjög flott hjá honum og hljómsveit hans.Alveg ótrúlegt hvað hann hefur ennþá flotta rödd.
Næst á dagskrá var lag af nýjustu plötu hans, lagið Shine It All Around sem er alveg þrælgott lag og dáldill Zeppelin fílingur í laginu. Black Dog,gamalt og gott Zeppelin lag var svo næst á dagskrá og var það bara mjög flott, mikill kraftur í hljóðfæraleiknum og alveg mangaður sönugr.Freedom Fries var næsta lag og var það af nýjustu plötun hans og var það mjög gott lag með flottu rifi og góðum söng. Næst var komið að klassísku Zeppelin lagi,Heartbreaker. Lagið byrjaði skringilega og enginn fattaði að þetta væri Heartbreaker fyrr en Plant byrjaði að syngja og þá var ákaft fagnað. Svo þegar komið var að sólóinu saknaði maður Jimmy Page enda enginn annar sem gæti framkvæmt þetta sóló nema hann. Núna var komið að rólegu lagi acoustic lagi og var það mitt uppáhalds axoustic lag með Led Zeppelin sem var tekið, That's The Way. En það var alveg ótrúlegt að sjá Plant syngja það. Svo var komið að Tin Pan Walley lagi af nýjustu plötu hans. Var lagið dáldið skringilegt í byrjun en þegar lengra var liðið á lagið kom alveg þrusuflottur partur og fór gítarleikarinn Skin Tyler á kostum í því lagi. Svo var komið að Takamba sem er einnig lag af nýjustu plötu hans en það er dálítill arabískur fílíngur í því og er þetta mjög gott lag. Reyndar er nettur arabískur fílingur yfir allri nýju plötunni Næst kom lagið Gallows Pole eftir Zeppelin. Var það mjög flott og fór annar gítarleikarinn á mandolín í því lagi. Svo var komið að titillaginu af plötunni, Mighty Rearranger og er það mjög gott lag og gaman að sjá hvað nýjustu lögin er kraftmikil og með flottum söng hjá Plant. Næst var komið að einu uppáhalds Zeppelin laginu mínu, When The Levee Breaks en lagið var í öðruvísi útgáfu eins og flest Zeppelin lögin. Það var líka gaman að sjá Plant spila á munnhörpuna í því lagi. Eftir þetta lag fóru hljómsveitarmeðlimir af sviðinu og svo eftir nokkra mínútna öskur og klapp stigu þeir aftur á svið. Stökk Plant þá upp hjá trommunum og hélt á íslenska fánanum og fagnaði salurinn ákaft yfir því. Þeir tóku svo Babe I'm Gonna Leave you og var það alveg geðveikt, alveg viðbjóðslega flott. En það var tekið í orginal útgáfu ekki nýrri. Seinna uppklappslagið var The Enchanter, lag af nýju plötunni og var það gott. Salurinn byrjaði núna að kalla á Immigrant Song og tók hann það þótt að allir hafa ekki fattað það, enda lagið tekið í mjög blúsaðri og stuttri útgáfu. Svo var komið að hápunktinum,laginu Whole Lotta Love. En fannst mér Plant fara á kostum í því lagi, sérstaklega þegar hann og gítarleikararnir fóru að pota í gítarna hjá hvor öðrum og svo flassaði Plant. Svo fór hljómsveitin af sviðinu og ljósin voru kveikt. Þá byrjuðu einhverjir að púa og fannst mér það frekar slappt. Svo fór ég heim, glaður eftir góða tónleika.
Ég er æðsti Blautmaður, æðri en þú og þú ert bara blautblaðra skammastu þín.