Mount Eerie (Microphones) Sælt veri fólkið,

Um miðjan mars mun bandaríski tólistar- maðurinn Phil Elvrum, er flestir þekkja sem The Microphones heiðra okkur með nærveru sinni og koma fram á nokkrum tónleikum undir nafninu Mount Eerie. Mun hann, ásamt konunni sinni sem kemur fram undir nafninu Woelv, leika á nokkrum tónleikum og hljóðar dagskráin svona:

17. mars í Frumleikhúsinu Keflavík ásamt Þóri. Húsið verður opnað kl. 20:00. 500 krónur og ekkert aldurstakmark.

18. mars í Smekkleysu ásamt Brite Light. Tónleikarnir hefjast kl. 17:00. Aðgangur ókeypis.

19. mars í Klink & Bank ásamt Þóri og Gavin Portland.Húsið verður opnað kl. 20:00. 500 krónur og ekkert aldurstakmark.


Fyrir þá sem ekki vita er Elvrum einn virtasti tónlistarmaður jaðargeirans í dag og til marks um það valdi Pitchforkmedia meistaraverkið The Glow pt. 2 plötu ársins 2001. Reyndar voru mun fleiri sammála en of langt mál væri að telja upp allt það
lof sem Elvrum hefur fengið fyrir verk sín. Fyrir þá sem vilja kynna sér þau vil ég benda á www.kpunk.com en þar má m.a. heyra tóndæmi.


Ekki missa af tónleikum þessa einstaka tónlistarmanns!

lifi hljómalind,

árni viða