Ég var að rökræða við ónefnda mannseksju á msn um tónlist, tónlistarstefnum og lífstíl og hún lét útúr sér þessi orð: “maður ræður ekki hvað maður fílar, þetta þróast þeð aldrinum.”
Ég fór að pæla, er þetta málið? Ráðum við engu um það hvað við fýlum og hvað við viljum hlusta á? Við höldum að við séum rokkarar eða pönkarar því við völdum það en er það málið?
Það eru ekki við sem semjum tónlistina sem er spiluð í útvarpinu eða koma út á diskum. Það eru einhverjir útí bæ sem gera það og það eru þeir sem mata þetta í okkur.
Svo kemur tískubylgja og við gleypum hana. Haldiði virkilega að þessir FM hnakkar hafi ákveðið þegar þeir voru 7 ára að þeir ætluðu að verða FM hnakkar? Ég held ekki. Þeir fara að hlusta á FM 957, heyra að þú getir náð þér í helling af gellum með því að lita hárið á þér ljóst, fara í ljós, fara í ræktina, eiga flottan bíl og hlusta á FM. Það er ekki þeim að kenna, er þetta þeirra val?
Er þetta ekki bara vegna þess að manneskjan vill alltaf vera töff og vera virt að hún aðlagar sig alltaf að breyttum lífsvenjum?
Hvað finnst fólki? Ræður fólkið hvað það vill eða er það einhver útí bæ sem velur fyrir okkur hvað við fýlum?
Endilega tjáið ykku