Hið virta bandaríska tónlistartímarit Rolling Stone birtir nú lista yfir 500 bestu lög allra tíma (lesist dægurtónlist síðustu 50 ára). Ég hef ekki aðgang að öllum listanum en samkvæmt óáreiðanlegum heimildum (mbl.is) er topp 20 svona:

1. Bob Dylan „Like a Rolling Stone“ 1965
2. Rolling Stones „(I Can't Get No) Satisfaction“ 1965
3. John Lennon „Imagine“ 1971
4. Marvin Gaye „What's Going On“ 1971
5. Aretha Franklin „Respect“ 1967
6. Beach Boys „Good Vibrations“ 1966
7. Chuck Berry „Johnny B. Goode“ 1958
8. Beatles „The Hey Jude“ 1968
9. Nirvana „Smells Like Teen Spirit“ 1991
10. Ray Charles „What'd I Say“ 1959
11. The Who „My Generation“ 1966
12. Sam Cooke „A Change Is Gonna Come“ 1965
13. Beatles „Yesterday“ 1965
14. Bob Dylan „Blowin' in the Wind“ 1963
15. The Clash „London Calling“ 1980
16. Beatles „I Want to Hold Your Hand“ 1964
17. Jimi Hendrix „Purple Haze“ 1967
18. Chuck Berry „Maybellene“ 1955
19. Elvis Presley „Hound Dog“ 1956
20. Beatles „Let it Be“ 1970

Ok, auðveldast er að vera ósammála öllum svona listum. Uppáhaldslagið mitt er ekki þarna, afhverju eru svona mörg lög með bítlunum, afhverju er bara 1 lag frá því eftir 1980 osfrv osfrv.

Hins vegar ætla ég að vera skrítinn og lýsa ánægju minni með þennan lista. Innri röð skiptir, að mínu mati, engu máli. Það sem kom mér á óvart var að mér finnst ÖLL lögin mjög góð og myndi örugglega hafa þau öll á mínum topp50 einhvern daginn (ekki endilega öll sama daginn, en þau eiga öll möguleika á að vera, í amk einn dag á mínum topp50).

Og jú, auðvitað gæti maður talið upp fullt, fullt af lögum sem ættu heima þarna frekar en xx (setið inn lag sem þið kannist ekki við eða finnst leiðinlegt). En, eins og ég sagði í svari við annari svona leiðinlegri listagrein, þá er bara pláss fyrir 20 á topp 20!


p.s. Bob Dylan er í uppáhaldi hjá mér en þau 2 lög sem eru á listanum eru ekki á topp 10 hjá mér yfir Dylan lög!