Það er komið nóg af svona listagreinum en ég ætla samt sem áður að senda inn eina í viðbót. Ástæðan fyrir því er að sumir af þeim sem voru valdir sem mestu rokkarar sögunnar semja/flytja alls ekki rokktónlis. Þetta væri eins og að velja Cat Stevens sem mesta rappara sögunnar.


Eftirfarandi er tekið af heimasíðu morgunblaðsins

Lennon valinn mesta rokkstjarna sögunnar

John Lennon er mesta rokkstjarna allra tíma að mati lesenda tónlistartímaritsins Q. Lennon varð efstur á lista yfir mestu rokkstjörnur sögunnar, en fast á eftir fylgdu Elvis Presley og David Bowie. Ananova greinir frá þessu.

Í grein um Lennon í blaðinu segja ekkja hans, Yoko Ono, meðal annars að Lennon hafi ekki verið hræddur við „að segja sannleikann og hann gaf okkur skýrari mynd af því sem raunverulega var að gerast.“

Lennon var ráðinn af dögum árið 1980. Listinn yfir 20 mestu rokkstjörnur sögunnar að mati lesenda Q:
1. John Lennon
2. Elvis Presley
3. David Bowie
4. Keith Richards
5. Kurt Cobain
6. Madonna
7. Bono
8. Bob Marley
9. Joe Strummer
10. Bob Dylan
11. Morrissey
12. Paul McCartney
13. Johnny Cash
14. Liam Gallagher
15. Eminem
16. Freddie Mercury
17. Mick Jagger
18. Robbie Williams
19. Jimi Hendrix
20. 2Pac




Þetta sannar að lesendur tímaritsins Q eru vita ekkert um tónlist. Hvaða fífl kýs Eminem sem mestu rokkstjörnu sögunnar?
6. Madonna——–> ekki rokk heldur popp
8. Bob Marley—–> ekki rokk
10. Bob Dylan—–> ekki rokk heldur þjóðlagatónlist
13. Johnny Cash—> ekki rokk heldur þjóðlagatónlist
15. Eminem——–> ekki rokk heldur rapp
20. 2Pac———-> ekki rokk heldur rapp.

Svo er ekki hægt að gera svona lista án þess að hafa: Chuck Berry, James Hetfield, og fleiri. Rugl og ekkert annað. Annars er ykkur velkomið að tjá skoðun ykkar.