Miðvikudagskvöld.

Skellti mér á Nasa. Ég hafði hlaðið niður á rokk.is Hey Ya með Þóri og hlakkaði svolítið til að heyra í honum og KK.
Fyrstur var þó Geir Harðar og mér þótti hann ekki nógu skemmtilegur. Mætti vera aðeins frumlegri í lagasmíðum.
Þórir olli mér þó engum vonbrigðum. Lögin hans voru vel saman og hann var góður upp á sviði. Eini gallinn sem ég sá var þó að mér þótti hann ýkja söng sinn of mikið, hann hefði mátt syngja aðeins tja…minna brothætt.
KK var snilld enda þaulvanur tónleikahaldari þar á ferð. Fátt annað um hann að segja en að ég hafi farið mjög ánægður heim.

Fimmtudagur:
To Rococo Rot. Ég kom aðeins of seint á þá, en það sem ég sá af þeim þótti mér athyglisvert. Næstir komu Adem en þótt að söngurinn væri góður og hljómsveitin flott þá náði hún ekki alveg að heilla mig.
Næst sá ég Eivör. Eivör er góð söngkona en í augnablikinu þykir mér tónlistin sem hún flytur fremur hallærisleg og leiðinleg.
Sama er að segja um brúðarbandið. Mér þótti lagasmíðar þeirra heldur þunnar og óáhugaverðar. Og Four tet sem ég sá síðan var vægast sagt ömurlegur.
Funk Harmony Park voru töff. Því miður voru þeir of seinir upp á svið og fengu bara að spila tvö lög sem mér þykir mjög miður. Töff band.

Föstudagur:
Ég byrjaði á að fara á Dáðadrengi, þeir voru mjög góðir upp á sviði og ekkert nema gott um þá að segja.
Ég man ekki hvað tók svo við, ég ráfaði á milli staða þangað til að ég loks sneri aftur á Nasa og sá það seinasta af Hjálmum. (Ég náði að vísu að kíkja á your codename:Milo og þeir voru mjög fínt band) Hjálmar eru þétt og flott tónleikaband og þeir náðu svo sannarlega til salarins.
Hot Chip voru mitt uppáhaldsact. Mér þótti bandið mjög nett upp á sviði og hljómurinn skemmtilegur.

Laugardagur:
Ampop ullu mér vonbrigðum. Ég á fyrstu plötu þeirra og bjóst við einhverju svipuðu henni. En í staðin fékk ég þunglyndislegt kassagítarsvæl.
Ske: Voru betri. Þeir eiga góð lög en þeir hefðu mátt flytja þau hver í sínu lagi. A.m.k. einhver þeirra, lagasyrpan var flott en ekkert laganna naut sín virkilega.
Mugison: Góður upp á sviði, margt athyglisvert, mér finnst að hann ætti að hafa band á bakvið sig. Ég held að hann sé ekki gerður til að vera trúbadoratýpa, held að lögin njóti sín betur með bassa og trommum og alles.
Maus: Það sem ég sá af þeim var skemmtilegt. Maus eru ein besta starfandi Íslenska hljómsveit augnabliksins.
Keane: Góður söngur, það var gaman að heyra ný og ókláruð lög. Söngvarinn var góður upp á sviði. Keane eru skemmtilegt band, en ég væri til í að heyra meiri fjölbreytni í hljómi þeirra.
Þetta er svona nokkurn veginn það sem ég man eftir.