Daginn,

Ég var að sjá frétt hérna í sjónvarpinu í Þýskalandi sem fjallaði um mál mjög svipað og STEF á íslandi.

Smá útskýring: Fyrir hvern skrifanlegan geisladisk (cd-r) sem er keyptur eins og cd-skrifari fær STEF ákveðna peningaupphæð. Þetta kerfi var sett á lagnirnar til að reyna að bæta höfundum fyrir brot á höfundarréttun eins og til dæmis að skrifa tónlistardiska.

Það er auðvitað fullt af fólki sem skrifar diska ólöglega, en það er einnig fullt af fólki sem gerir það ekki og skrifar diska í þeim tilgangi til að gera afrit, flytja á milli tölva, ljósmyndir og svo framvegis. Þetta þýðir að fólk sem skrifar ekki ólöglega er að borga í STEF sjóðinn. Þetta er auðvitað bara svívirðing að láta þá borga meira fyrir diskana. Auðvitað er ekki hægt að greina á milli þeirra í sölu, en er réttlátt að láta þá borga fyrir það sem aprir eru að gera ?

Málið með fréttina sem ég var að sjá er það að hann brenndi bara efni sem hann bjó til sjálfur, eins og heimagerðar kvikmyndir, ljósmyndir og svo framvegis. Hann komst að því að hann var að borga í sjóð eins og STEF fyrir hvern skrifanlegan disk sem hann kaupir. Hann tók þetta auðvitað ekki í mál, fór á netið og náði sér í þó nokkuð margar mp3 skrár á netinu, skrifaði þær á geisladisk og eyddi þeim svo aftur af tölvunni. Þetta komst upp hjá honum, og var í talsverðu magni, þannig að hann fékk kæru.

Lögfræðingur hans, sem sérhæfir sig í málum tengdum ólöglegum afritun, bar málið svo sterkt fram að það var hætt við kæruna og gerður við hann samningur að hann léti af höndum diskana.

Er þetta réttlátt sem hann gerði ? Er þetta ekki bara svívirðing fyrir þá sem skrifa ekki ólöglega að þurfa að leggja pening í púkkið fyrir verknað annarra ? Hvað finnst ykkur um þetta ? Endilega segið hvað ykkur finnst um þetta, og hvernig finnst ykkur að mætti breyta þessu kerfi ?

KK
Atli