Hér á eftir koma pælingar um söngkonur og menn, fyrst erlendar söngkonur og svo smá bull um íslenska poppliðið – bullað en ekki staðreyndir – bara mitt álit en ekki alhæfingar um hvað og hvernig þetta á að vera eða vera ekki.
Byrjum erlendis:

Britney Spears:
Klæðaburður – Skólabúningurinn í Baby, One More Time var svolítið barnanýðingslegur en hún fær 8,5 fyrir rauða leðurdressið í Oops, I Did It Again.
Miðað við stöllur sínar úr Destiny´s Child og Janet Jackson og fleiri, kemur á óvart hvað Britney getur stundum stillt sig um að sýna bert hold.
Kroppurinn – Ungur og sexy án þess að líkjast anorexíutilfelli en rosalega uxu brjóstin á henni hratt *bros* …
Andlitið – 9,5 það er ekki hægt að fara fram á meiri náttúrulega fegurð.
Sviðsframkoma – Dansatriðin minna of mikið á alla hina, hvar er frumleikinn?
Söngröddin – Sæt, án þess að vera áhrifamikil.

Niðurstaða:
Það þyrfti kraftaverk til að gera Britney að langtímastjörnu – en sem dægurfluga er hún með þeim betri.
——————–
Kylie Minogue:
Klæðaburður – Ohhhhhhh!
Kroppurinn – Ohhhhhhh!
Andlitið – Ohhhhhh!
Söngröddin – Uhh!

Niðurstaða:
Ástralska poppdrottningin er að nálgast fertugt og nýtur meiri vinsælda og er meira sexy en nokkru sinni fyrr. Ef Kylie hefði verið dægurfluga væru dagar hennar taldir fyrir löngu en þess í stað er hún komin á réttu hilluna og þaðan getur hún í rólegheitum gert alla blóðheita karlmenn brjálaða!
——————-
Courtney Love:
Klæðaburður – Dýr og ósmekklegur.
Kroppurinn – Allt sem ekki er úr plasti er í meðallagi.
Andlitið – Á góðum degi er það í lagi, á slæmum degi: Hryllingur!
Sviðsframkoma – Eins og drukkin skækja í gólfklúbbnum.
Söngröddin – Söng hvað?

Niðurstaða:
Ekkja Kurt Cobain er undantekningin sem sannar regluna: það borgar sig ekki alltaf að fækka fötunum og gala hátt. Love gleymist fljótt sem söngkona.
————–
Destiny´s Child:
Klæðaburður -
Er hægt að vera meira sexy en þetta? Allir blautlegir draumar rætast. Hvernig væri að kaupa svona dress eins og þær klæðast, á konuna? Silfurlitaður g-strengur, leðurbrjóstarhaldarar og lakkstígvél uppá læri! Sumum á eftir að þykja það mellulegt en afhverju klæða mellur sig svona? Er það ekki afþví að karlþjóðin kann að meta það?
Kropparnir – Vel má vera að þær séu mótaðar af bestu lýtalæknum vestra en útkoman gæti ekki verið betri.
Andlitin – þrisvar sinnum “Gyðja” ..
Sviðsframkoma – þessu skilaði síðkvennabaráttan – réttinum til að vera bæði áreitin og sexy. Karlmenn lepja þær í sig!
Söngraddir – Hlustið á þær syngja “Emotion” eftir Bee Gees. Þær syngja eins og englar.

Niðurstaða:
Kannski eiga þær ekki eftir að vera í brasanum til æviloka en þær eru þegar búnar að setja sín nettu fingraför á tónlistarsöguna.
————-
Janet Jackson:
Klæðaburður – Getur gert hvað mann sem er brjálaðan.
Kroppurinn – Janet er eins og Oprah að því leyti að hún margfaldast ef hún fer í frí en þegar Janet er í toppformi er hún fegurðardís.
Andlitið – Getur verið að Janet sé á fílaskammti af Fontex? Hvað finnst ykkur um þetta eilífðarbros?
Sviðsframkoma – Dansatriðin eru lýtalaus en vitanlega sjá allir að þetta er allt fengið að láni hjá Michael bróður.
Söngrödd – Snotur en engan veginn minnisstæð.

Niðurstaða:
Janet er mikill dansari en það er ekki hægt að tala um hana sem söngstjörnu.
—————
Jennifer Lopez:
Klæðaburður – J.Lo er oft eins og hún hafi týnst inni í stelpnadeild H&M en hún er samt svo sæt að hana myndi klæða að vera í eldhúsgardýnu.
Kroppurinn – Allt er gott þegar endirinn er góður, og hann er það.
Andlitið – Laglegt en hún er ekki ægifögur í nærmynd.
Sviðsframkoma – Jennifer ætti að láta ógert að koma fram á live-tónleikum, myndbönd hennar eru flottari en tónleikahald hjá henni minna á ódýra útgáfu af Madonnu.
Söngrödd – Guði sé lof fyrir tækniframfarir í hljómplötuútgáfubrasanum.

Niðurstaða:
Augnakonfekt en tónlistarlega séð í mesta lagi neðanmálsgrein.
————–
Madonna:
Klæðaburður – Hún leggur línuna og hefur alltaf gert. Madonna stælir engan en allir stæla Madonnu.
Kroppurinn – Aðeins of vöðvuð, aðeins of lítil kvennleg mýkt.
Andlitið – Madonna eldist með reisn og sem betur fer má sjá aldur hennar á andlitinu.
Sviðsframkoma – Madonna stælir engan en allir stæla Madonnu – hún leggur línurnar og hefur alltaf gert.
Söngrödd – Madonna spilar vel úr því sem hún hefur.

Niðurstaða:
Það er ekki hægt að ofmeta þau áhrif sem Madonna hefur haft á tónlist og menningu síðustu 20 ára. Madonna verður alltaf “hot”.

================================
Kíkjum þá aðeins á íslenskt tónlistarfólk. Munið nú að þetta sem hér á eftir fer er eingöngu mín eigin persónulega skoðun en alls ekki það sem allir eiga að vera sammála mér um…

Birgitta Haukdal:
Klæðaburður – Smekklegur en á stundum til að vera að reyna að líkjast einhverri barbí, mætti gjarnan vera örlítið djarfari í klæðaburði.
Kroppurinn – Vel vaxin, góð fyrirmynd.
Andlitið – Falleg stúlka en mætti vel hætta að reyna að vera “svonalítilstelpa” thíhíhí …
Sviðsframkoma – Nokkuð fín á sviði, hreyfingar góðar og þokkafullar en þarf að vinna mikið í fótaburði, virkar stundum hrikalega “hjólbeinótt” …
Söngrödd – Þokkaleg, finn þó enn fyrir þessum “barbídúkkuhljóm” hjá henni.

Niðurstaða:
Birgitta er heillandi söngkona sem nær vel til unglinga í dag, hún er jú stjarnan okkar. Hún mætti hins vegar alveg fara að vaxa uppúr því að leika einhverja saklausa dúkkulísu sem engin fílar nema krakkar frá 5 ára til fermingar. Ef hún fer ekki að þroskast upp úr því að leika “saklausa” stúlkukind og taka áhættur í söng mun hún ekki lifa tónlistarlega séð mikið lengur. Það verður ekkert vandamál að “gleyma” Birgittu þegar hún fer af sjónarsviðinu. Sem dægurfluga er hún stórfín, en dægurflugur missa vængina fljótt.
———————
Sigga Beinteins:
Klæðaburður – aðeins of íhaldssöm, mætti alveg poppa sig aðeins upp og vera djörf.
Kroppurinn – Glæsileg kona sem gaman er að horfa á, sómir sér vel hvar sem er.
Andlitið – Fallegt andlit, fallegt bros. Geislar af andliti hennar innri fegurð.
Sviðsframkoma – Virðist oft á tíðum feimin á sviði en samt örugg, má hoppa og skoppa aðeins meira.
Söngrödd – Stórkostleg!!! Vildi óska þess að ég ætti enn upptökuna af því þegar hún söng hjá Hemma Gunn lagið “when a man loves a woman” situr enn í mér og ég fæ enn gæsahúð þegar ég hugsa til baka.

Niðurstaða:
Sigga er ein af þessum perlum sem aldrei falla í verði. Hún er og verður ætíð í hjarta okkar “Sigga okkar” og ef eitthvað er þá eldist hún eins og vínin, betri með hverju ári. Hún má þó alveg vera óhrædd við að poppa upp klæðnað sinn því hún er geggjað flott og verður alltaf “hot”… það verður auðvelt að muna eftir siggu löngu eftir að hún hættir að syngja fyrir okkur, sem ég vona að verði laaaannnnggggt í.
——————-
Bubbi Morteins:
Klæðaburður – Klæðir sig eftir aldri sem er þokkalegt, ekkert að reyna að vera of mikill töffari þó hann virki þó alltaf alger gaur.
Kroppur – heldur sér vel og eldist þokkalega, virðist koma til með að verða þokkalegasti fýr í ellinni.
Andlitið – Fjaskafallegur – ætti ekki að láta taka nærmyndir af sér því þær myndu verða misheppnaðar og einungis til þess gerðar að sýna hvað hann er orðinn gamall.
Sviðsframkoma – sviðshvað? Steindauður náungi sem situr og hreyfist ekki baun.
Söngrödd – Langt frá því að vera einhver söngstjarna. Hann er samt orðinn það frægur að hann þarf ekki annað en að tauta eitthvað með sjálfum sér til að gera tautið vinsælt.

Niðurstaða:
Bubbi er og verður alltaf Bubbi. Þegar menn eru orðnir svona hrikalega þjóðþekktir þá skiptir eiginlega ekki neinu þó tónlistin sé orðin leiðinleg hjá þeim – þeim tekst alltaf að selja það sem þeir eru að gera. Maður er bara vanur honum og hann kemur líklega til með að vera endalaust að troða á okkur “tónlist” vegna þess að hann er orðinn rótgróinn.
————-
Björk:
Klæðaburður – Ohh my God! Einstök, hún er eins og Madonna – stælir engan! Það er auðvitað það sem gerir hana líka sérstaka.
Kroppurinn – Grönn og nett – getur klætt sig hverju sem er án þess að skammast sín vegna þess að hún er vel vaxin.
Andlitið – Stórkostleg, sérstök og ákveðin útgeislun sem líka gerir hana sérstaka, engin sykurmoli samt í útliti.
Sviðsframkoma – Fjörug og lifandi, live tónleikar eru einmitt eitthvað sem er sniðið fyrir hana en myndböndin eru alls ekki nógu lifandi – þrátt fyrir að vera góð, hún á að vera á sviði því þar nýtur hún sín langbest.
Söngrödd – Skræk, oft þreytandi en mjög sérstök og jú einstök – þess vegna er hún fræg.

Niðurstaða:
Björk er svo frumleg og sjálfri sér samkvæm að það fleytir henni alls staðar á toppinn. Hún er ekki með beint fallega rödd en hún er virkilega sérstök og manni langar alltaf til að heyra í henni aftur og aftur og aftur … hún deyr aldrei út því hún er búin að skrifa nafn sitt í skýin og fólk kemur alltaf til með að muna eftir “Björk”.
———–
Jónsi í Svörtum Fötum:
Klæðaburður – Alltof mikill töffari, þröngar buxur og litlir bolir – til hvers? Eingöngu til að sýna litlu stelpunum hvað hann er vöðvaður. Klæða sig betur!
Kroppurinn – Virkilega skorinn og vel vaxinn, vöðvastæltur.
Andlitið – Sætur strákur í fjarlægð. Nærmyndir eru hans martröð, dettur alltaf í hug “hauskúpa” þegar ég sé nærmynd af honum. Æðar of áberandi í nærmyndum á tónleikum sem skemmir mikið.
Sviðsframkoma – Mikill fjörkálfur og á vel heima á sviði – á sveitaböllum lengst uppi í sveit!
Söngrödd – Sönghvað???

Niðurstaða:
Jónsi er langt frá því að vera góður söngvari,. Sem dægurfluga er hann á flugi eingöngu vegna þess að hann er svo mikill “töffari” og hann nær að heilla litlu stúlkurnar með hoppi og látum. Jónsi ætti frekar að fara út í líkamsrækt og fara í keppnir þar, hann gæti náð langt í fitness. Fólk verður fljótt að gleyma honum þegar hann missir dægurfluguvængina svo líklega ætti hann að hafa eitthvað annað til að hlaupa í þegar þar að kemur.
——————-
Diddú:
Klæðaburður – Alltaf flott á því. Virðuleg til fara og snyrtileg, sannarlega glæsileg kona.
Kroppurinn – Kona með sannarlega kvennlegar línur, dálítið þybbin en samt svo kvennleg og þokkafull, getur vel komið mönnum til að snúa sér við.
Andlitið – Stórkostlegt bros sem nær til augnanna, glansandi andlit sem nautn er að horfa á. Maður kemst í gott skap þegar maður horfir framan í Diddú.
Sviðsframkoma – Svífur um, stórkostleg og virðist algerlega veraldarvön – það sópar að henni og maður nýtur þess að horfa á hana á sviði.
Söngrödd – Gimsteinn hvernig sem á það er litið, bæði fyrr á árum sem og í nútíðinni skarar hún framúr flestum.

Niðurstaða:
Diddú er ein af þeim söngkonum sem alltaf ná til hjarta manns, hún syngur eins og lævirkinn sem lækna getur hvaða mein sem er. Hún er á heimsmælihvarða og mun aldrei gleymast – sígild og glæsileg kona sem alls staðar verður tekið eftir. Hún var stórkostleg dægurfluga á sínum tíma en er nú orðin stjarna sem situr föst á himnum, innan um hinar stórstjörnurnar, um ókomna tíð.
—————-

Ég gæti talið upp alla okkar stórkostlegu söngvara – sem og líka þá sem bara fljóta einhvern vegin áfram án sönghæfileika. En ég ætla að láta staðar numið hérna enda er þetta þegar orði nokkuð langt hjá mér. Vona að einhver hafi haft gaman af þessu og munið að flest af þessu er bara mín persónulega skoðun en á engan hátt eitthvað sem öðrum finnst, sumt er líka tekið úr gömlum tímaritum. Ég er alls engin sérfræðingur í að dæma svona hluti, er bara að pæla í þessu og langaði bara til að deila þessu með ykkur kæru hugarar.

Kveðja:
Tigercop sem er óhræddur við að segja það sem honum finnst og kemur alltaf hreint fram svo fólk veit hvar það hefur gaurinn!