Ég hef oft hugsað útí það af hverju söngkonur í dag virðast komast lengra og lengra eftir því hversu mikið af fötum fjúka utan af þeim. Það kannski \“soundar\” mjög asnalega en ég hneykslast stundum á þessu. Britney Spears sem dæmi. Hún gefur út plötuna Baby One More Time og þar eru hva.. 3 hittarar. Eftir plötum fór fötunum að fækka og hún er orðin ein heitasta söngkonan í dag. Það sama má segja um Christinu Aguilera. Hún byrjar á því að vera frekar svona \“venjuleg\”. Á fyrstu plötu sinni lýtur hún út fyrir að vera þessi saklausa og er ótrúlega \“mannleg\” að horfa á. Ég er sjálf mikið í söng og hef sagt að aldrei í mínu lífi á ég eftir að selja líkama minn til að komast áfram, og ég ætla að standa við orð mín.

Í fyrra kom út plata með Avril Lavigne og allir töluðu um hvað hún þyrði að vera öðruvísi. Hún var þessi \“týpíska\” strákastelpa og færði heiminum með glöðu geði bara eitt stórt \“f*** of\”.
Smátt og smátt fór hún að vera kyntákn, rétt eins og þessar tvær fyrrnefndu. Strákar töluðu í sífellu um hvað hún væri mikil gella og e-ð. Í nýjasta myndbandinu hennar við lagið Don\'t Tell Me, er hún í tanktop og svona stuttum náttbuxum. Ég verð nú að segja að mér finnst þetta frekar lúmsk aðferð til að sýna á sér bert holdið. Ég hélt að hún hefði sagt sjálf að hún myndi aldrei selja á sér líkamann.

Mér finnst allar söngkonur í dag vera steyptar í sama form. Ef þú ert ekki í bikini-i í myndbandinu þínu ert ekkert.

Ég beini þessari spurningu aðalega til strákanna, er þetta málið eða viljiði sjá fleiri sönkonur í föðurlandi og peysu..?
Eins manns rusl er annars manns fjársjóður…