The Offspring  - Splinter The Offspring smituðust af hlljómsveitum eins og Dead Kennedys, T.S.O.L., Ramones o.fl. böndum á miðjum áttunda áratugnum. Núna eru þeir að verða aðeins poppaðri en þeir voru og varla hægt að segja að þeir spili punk rock lengur, flokkast frekar sem alternative punk/pop/rock. Eftir að Ron Welty yfirgaf bandið opinberlega árið 2003 var kominn tími til að finna einhvern flínkan til að fylla i skarðið. Þeir fengu með sér listamann sem heitir Josh Freese (Perfect Circle, The Vandals) til að tromma á nýju plötunni en hann var samt ekki kominn til að vera þar sem hann er i fullri vinnu hjá hinum böndunum. Offspring strákarnir þurftu að finna einhvern til að fylla i skarð Ron's og varð útkoman Atom Willard (Rocket from the Crypt, Special Goodness) og hefur verið að spila með þeim á tónleikum á Splinter Túrnum. Allavega, Offspring eru komnir með nýja plötu sem mér langar aðeins að kryfja hérna.

Discography:
1989 - The Offspring (Beheaded)
1992 - Ignition (Dirty Magic)
1994 - Smash (Self Esteem)
1997 - Ixnay On The Hombre (Gone Away)
1998 - Americana (Kid's Aren't Alright)
2000 - Conspiracy Of One (Original Prankster)
2003 - Splinter (Hit That)

The Offspring eru:
Dexter Holland
Noodles
Greg K.
Atom Willard
Ron Welty (1989 -2003)

Nýjasta platana heitir Splinter og byrjar á lagi eða öllu heldur “Intro-i” sem opnar plötuna.

1. Neocon. Þetta “lag” er svona svona upphitun fyrir heita plötu sem a eftir að renna í gegn. A Reading Festival 2002 fengu þeir alla áhorfendurnar til að öskra “ohhh” og voru búnir að ákveða að nota það á næstu plötu og var það einmitt það sem þeir gerðu í þessu lagi. Þetta myndi flokkast sem Intro frekar en lag myndi ég segja.

2. The Noose. Lagið byrjar á geðveiku power gítar riffi og bætast hin hljóðfærin inn hægt og bítandi eftir það. Að mínu mati er þetta eitt það sterkasta lag sem þeir hafa gert hingað til.

3. Long Way Home. Þetta er eitt af fáu punk/rock lögum plötunnar og er ekki ósvipað lögunum á Ignition (1992). Einnig er Jim Lindberg úr Pennywise sem syngur bakrödd í þessu lagi.

4. Hit that. Þetta er frekar útvarpsvænt lag og var fyrsta smáskífa plötunnar. Byrjar a sterkum gítar en svo fer það niður i mellow og nota þeir hljómborð o.fl öðruvísí hljóðfæri í þessu lagi.

5. Race Against Myself. Þetta er eitt hægasta lagið á plötunni en er algjör snilld (svoldið eins og Gone Away og Amazed)

6. (Can't Get My) Head Around you. Lagið er mjög grípandi og heillaðist eg ekkert smá af þessu lagi þegar eg heyrði það fyrst en þetta er smaskífa nr. tvö af plötunni og verður myndbandið sýnt á Íslandi innan skamms. Einnig má nefna að í myndbandinu notuðu þeir meira en 200 myndavélar til að vera með sona Matrix feeling í gangi eins og þeir sögðu sjálfir.

7. Worst Hangiver Ever. Þegar ég heyri þetta lag langar mer mest til að hengja mig. Þetta er svo leiðinlegt lag að ekki einu sinni Offspring áðdaendur geta fílað þetta lag. Eina flotta við það er textinn. Ég skippa alltaf yfir þetta lag.

8. Never Gonna Find Me. Sumir segja að þetta lag sé alls ekki Offspring-legt, meira svona eins og Pennywise myndi semja en ég elska þetta lag og er þetta uppáhaldslagið mitt af disknum. Mjög flott frá byrjun til enda.

9. Lightning Rod. Þetta er líklega vandaðasta lagið á disknum og best samda lagið að mínu mati. Það þarf að hlusta á það svona 3-4 sinnum til þess að verða ástfanginn. Þetta er ekki beint uppáhaldslagið mitt af disknum en þetta er rosalega vel samið og fallegt lag (þetta er eitt af punk/rock lögum plötunnar)

10. Spare Me The Details. Þetta er mjög poppað lag og eru þeir að nota acoustic gítar i fyrsta sinn i MJÖG langann tima (minnir að þeir hafi gert það síðast 1989 i lagi sem heitir “Out On Patrol”). Mjög cool texti um gaur sem veit að kærustan hélt framhjá sér og vill ekki heyra smáatriðin hja vini sínum.

11. Da Hui. Hraðasta lag plötunnar og mest pönkaða. Þetta lag er um Surf hóp i Hawai og er Dexter að segja að það best að láta þá vera, ekki vera á þeirra svæði annars verðuru tekinn og barinn. Dexter og Noodles fóru til Hawai og voru að hanga með þessum hóp og surfa og svona og tóku upp myndband sem var sýnt í svona skate/surf verslunum í Bandaríkjunum.

12. When You're In Prison. Lagið er i svona 50's feeling og er textinn algjörlega öfugt við það. Textinn er um að halda sig frá að missa sápuna i sturtu annars verðuru tekinn aftan frá. Fyndið lag þegar maður heyrir það fyrst en þetta hefði alls ekki átt að vera á plötunni.

Lögin sem ég hefði viljað losna við af Splinter eru: Worst Hangover Ever og When You're In Prison. Og hefði ég viljað fá lagið Defy You (Orange County soundtrack) á plötuna í staðinn og þá hefði þetta verið besta platan þeirra hingað til.

Þetta er þratt fyrir það FRÁBÆR plata og hvet ég sem flesta til að grípa hana á leiðinni út í næstu plötubúð.

Ég gef gripnum ****/*****

Smashie-