Ég hef tekið eftir því, sérstaklega frá krökkum á mínum aldri, að þau dæma tónlist bara að því að hún flokkast undir óperur eða rokk. Mér finnst asnalegt að dæma tónlist bara af því að hún flokkist undir það að vera ópera.

Sem dæmi þá fór ég og nokkrir aðrir í óperuna í boði tónlistarskólans. Áður en óperan var byrjuð þá voru krakkar að segja hvað þetta yrði leiðinlegt því allar óperur eru leiðinlegar. Allt í lagi, þetta var leiðinlegt en það þýðir ekki að allar óperur séu leiðinlegar. Mér finnst margar óperur mjög fallegar.

Í saumatímum er mikið rifist um hvort að það eigi að spila rokk, rapp eða popp. Sumir strákarnir eru mikið fyrir rokk, aðrir rapp en tvær-þrjár stelpur sem “fíla” popp (Atomic kitten). Auðveldast væri að segja þetta vera stríðsástand. Svo kom það upp að ég og vinkona mín komu með Lord of the Rings: The Return of the King soundtrac-ið og báðum um að fá að spila það. Þá fóru krakkarnir að segja oj… Synfónía! Það hlýtur að vera leiðinlegt!

Af hverju hugsa krakkar svona nú til dags?

Ég er mikið fyrir rokk (pink floyd/ AC/DC) en mér finnst píkupopp yfirleitt ekki gott því að það er yfirleitt ekki vel samið þó að góð lög birtast inn á milli. Ég hlusta á synfóníur og LOTR soundtrac. Ég hlusta á óperur og bíómyndatónlist. Mér er sama hvað ég er aðhlusta á svo framarlega sem það er ekki tónlistin sem er spiluð alltaf þegar dagsskráin er í sjónvarpinu þegar stundin okkar er að fara að byrja eða eitthvað eða lyftutónlist. Það eina sem skiptir er hvort að tónlistin sé vel spiluð og vel samin.