Kiss Simphony Tónleikarnir YOU WANTED THE BEST, YOU GOT THE BEST, THE HOTTEST BAND IN THE WORLD … KISS !!!

Já, þann 28. febrúar, 2003 voru haldnir stórtónleikar í Ástralíu, borg sem heitir Melbourne með hljómsveitinni KISS.

Paul Stanley, Gene Simmons, Peter Criss, Tommy Thayer og framleiðendur KISS, fengu þrem mánuðum fyrir 28. febrúar, þ.e.a.s 28. nóvember þessa brjáluðu hugmynd að setja á svið eina frægustu sinfóníu hljómsveit í heimi, Melbourne Symphony og BESTU rokk hljómsveit í heimi, KISS saman á svið á risa tónleika sem voru kallaðir KISS Symphony.

Þessir tónleikar voru haldnir í tilefni 30 ára afmæli KISS hljómsveitarinnar og heppnuðust víst mjög vel. Jæja ekki meir um þetta heldur segi ég nú betur hvernig þetta var.

Þetta byrjaði með rosa undirbúning í lögum, finna rétta tóna og allt þannig og svo var náttúrulega verið að tengja alla flugeldana, stilla gítara, trommur og bassa, og margt, margt, MARGT fleira.

Síðan TVEIM dögum fyrir tónleikana var sviðið sett upp. Á 72 klukkustundum var þetta svið sett upp, þetta er stærsta svið sem hefur verið sett upp í Ástralíu allra tíma, sviðið var yfir 250 tonn á þyngd, 75 tonn af ljósa perum og þannig ljósum, 5 stórir rafmagns trukkar með nóg rafmagn til að stjórna heilli borg, 300 manneskjur að vinna í þessu 24 tíma vinnu, 250,000 vatta hljóðkerfi, 130 lyftingar pallar, 5 mílur af hljóð köplum, yfir ein milljón vott af ljós krafti, yfir 1000 sprengju effektar, 444 gallom af vökva Co2 reyk effektar, 6 trukkar af mögnurum, 2500 KISS gítarnaglir, 42 lista digital vídeó myndavélar, 280 míkrafónar, 2 lyftir kranar, 450 KISS baksviðs passar, 6000 ár af virtum strengja hljóðfæum og margt fleira sem ég nefndi ekki hérna.

TÓNLEIKA DAGURINN !!!

- Nú þurfti að mála alla sinfóníu hljómsveitina eins og KISS gaurana á innan við tveim klukkustundum. síðan var talað við nokkra sem voru að fara á tónleikana og líka talað við sinfóníuna.

Lögin sem voru spiluð með sinfó:

1. Detroit Rock City
2. King Of The Night Time World
3. Do You Love Me
4. Great Expactations
5. Shout It Out Loud
6. God Of Thunder
7. Love Gun
8. I Was Made For Lovin' You
9. Black Diamond
10. Rock And Roll All Nite
11. Beth
12. Forever
13. Goin' Blind
14. Sure know Something
15. Shandi

Ekki með sinfó:

1.Deuce
2. Strutter
3. Let Me Go, Rock And Roll
4. Lick It Up
5. Calling Dr. Love
6. Psycho Circus

Og þá er þetta búið en ég nefndi kannski ekki allt sem gerðist en þessir tónleikar heppnuðust eins og í sögu og allt fór vel, eb ef þið viljið sjá meira, þá skuluð þið reyna að kaupa þetta á DVD það er nefnilega til, ef þið eigið ekki DVD kaupið þá bara geisla-diskinn KISS simphony, það er nefnilega snilld sko.

Takk Fyrir Mig, Og Bless.