ég ætla að segja hér frá hljómsveit sem er ekki beint fræg en algveg hreint út sagt mögnuð… Hún er Sænsk hljómsveit og ber nafnið The Motorhomes og er þrusu góð hljómsveit að mínu mati og hvet alla til að kýkja á þessa hljómsveit… The Motorhomes eru svona pop/rokk band sem eru að gera góða hluti. Þetta var hljómsveit sem var orðin þreytt á að spila á börum og ákváðu að halda lengra inn í alvöruna árið 1997 og gáfu út fyrsta demóið sitt… Þeir náðu að semja við plötufyrirtækið Epic/Sony árið 1998 sem gaf ut fullt af smáskífum og B-hliðum frá þeim einnig kom út lagið “in to the night” sem var vinsælasta lag Svíþjóðar árið 1999. Fyrsta plata þeirra kom út 1999 og bar nafnið Songs for me (and my baby). Eftir það fóru þeir í hörku ferðalag að kynna plötuna og stoppuðu á stórum stöðum eins og reading-festival og spiluðu með stórhljómsveitinni Suede… Árið 2000 hættir gítarleikarinn Daniel Skarr í hljómsveitinni. Ákveður hljómsveitin að vinna að plötu 2 og hættir bandið um tíma en byrjar aftur í lok árs 2001 og er þá komin nýr gítarleikari Adam Starck.. 2002 byrjar svo þannig hjá þeimað þeir gefa út aðra plötu sína sem heitir “ the long distance runner” og fá þeir allveg gríðalegar viðtökur frá þeirri plötu… En í lok árs 2002 hætti trommarinn í bandinu Peder Claesson… 2003 var svo afar merkilegt fyrir þá hljómsveita-meðlimi því þá fengu þeir nýjan trommuleikara Niklas Korsell og Henrik Carlsson píanóleikara… Og byrjuðu þeir lika að semja fyrir væntanlega plötu sem mun liklega koma svona seint á þessu ári eða snemma á ári 2005… Meðlimir þessarar sænsku snilldar sveitar eru Mattias Edlund-gitar og söngur, adam Starck-lead gítar, Henrik Carlsson-piano, Niklas Korssell- trommur og svo er það Pétur Mogensen-bassaleikari sem er ekta Íslendingur flutti til Svíþjóðar þegar hann var unglingur eða svoo… Svo ég vildi leyfa þjóðinni að heyra um og í þessari snilldar hljómsveit þar sem íslendingur í húð og hár væri bassaleikari og það hörku góður það er alltaf gaman að vita svona finnst mér og leitt að ísland viti ekkert af þessu bandi og var mjög erfitt reyndar fyrir mig að nálgast disk með þeim ég fékk hann sendan alla leið frá svíþjóð en þetta band er að já gera það gott í umheiminum sérstaklega þá í evrópu eða svona bretlandi, danmörku og auðvitað svíþjóð og því lýkt en jáhh ef ég væri þið munsi ég kikja á dc++ eða kaaza og ná í nokkur lög :D takk fyrir allt kveðja Íris…