Hljómsveitin Mínus fær ekki að spila á Samfés ballinu sem haldið verður þann 27. febrúar. Ástæðan er sú að meðlimir sveitarinnar ákváðu að gefa ekki út yfirlýsingu um að þeir hafi aldrei notað eiturlyf. Ef þeir gefa ekki út þessa yfirlýsingu þá teljast þeir ekki hæfar fyrirmyndir til að spila fyrir unglinga (af einhverjum sem vilja kalla sig forsprakka æskufólks)

Persónulega finnst mér þetta vera frekar leiðinlegt mál !
Ég held að flestir unglingar geti dæmt um það sjálfir hvort þeir vilji hafa Mínus sem fyrirmyndir sínar, en láta einhvern annan segja sér hvort þeir séu góðar fyrirmyndir eða ekki. Er ekki málið bara hvernig tónlist þeir spila ? ef að t.d hljómsveitin Í Svörtum Fötum myndi spila rokk.. væru hún þá töld vera léleg fyrirmynd og ekki hæf til að spila fyrir unglinga af forsprökkum æskufólks ?
Ég virði þó skoðanir þeirra sem ákvaðu þetta því auðvitað ráða þau þessu.
En ef þau voru búin að ákveða að Mínus ætti að spila á Samfés af hverju voru þau þá ekki búin að biðja þá um að skrifa undir þessa yfirlýsingu áður en það var farið að auglýsa að Mínus yrði á ballinu ?
Það hafði kannski verið sniðugra.
Hljómsveitin vann nú 2 verðlaun á Íslensku Tónlistarverðlaunum. Sem er frábært hjá þeim.
Þannig að þau hjá Samfés ættu kannski lika aðeins að pæla í því ;)
En það er ekki eins og við myndum fara að nota dóp þó að meðlimir Mínus hafi gert það,
við ættum að vera aðeins sjálfstæðari og greindari en það.
Þegar maður hlustar á tónlist er maður kannski ekki beint að pæla í því hvort flytjendurnir hafi notað eiturlyf !
Þó að þeir flytjendur séu þá ekki góð fyrirmynd,
stoppar það okkur ekki í að hlusta á tónlistina þeirra !



Allavegna þetta er bara mín skoðun.. hvað finnst ykkur ? =)