Mp3.is með keppnina Bílskúrsbandið 2004 Castor miðlun og Mp3.is standa fyrir keppninni Bílskúrsbandið 2004. Keppninni er ætlað að vekja athygli á óþekktum hljómsveitum sem eru að spretta upp út um allt land. Öll bílskúrsbönd sem eru að gera góða hluti eru kvött til að taka þátt. Það eina sem þarf að gera er að senda “demó” töku á mp3 formi á netfangið tonlist@mp3.is, merkt “Bílskúrsbandið 2004” en dómnefnd velur 15 bestu böndin úr þeirra hóp.

Frestur til að skila inn upptökum er til 29. febrúar 2004. Lögin í keppninni þurfa að vera frumsamin. Það verða svo lesendur Mp3.is sem velja 8 flytjendur í vefkosningu sem keppa til úrslita síðar á árinu.

Allar frekari upplýsingar um keppnina veitir Örlygur Hnefill í síma 862-1818 eða með tölvupósti á hnefill@castor.is