Oasis - Defintely Maybe Defintely Maybe er fyrsta plata Oasis og örugglega eins besta plata sem gefin hefur verið út síðan Nirvana gaf út Nevermind. Defintely Maybe sló öll met hvað sölu varðar, seldi 250 þúsund eintök fyrstu vikuna, engum hefur tekist að gera það nokkurtíman með sinni fyrstu plötu. En hér kemur stutt umsögn um lög sem eru á plötunni.

1. Rock N' Roll Star (N. Gallagher)
Algjört rock n' roll lag, textinn er svo sem ekki mjög góður en lagið er alveg frábært af mínu mati.
Einkunn - 8,5

2. Shakermaker (N. Gallagher)
Soldið blúsað lag. Mjög flott lag, uppáhaldslag gítarleikara Oasis, Gem Archer, sem var reyndar ekki kominn í hljómsveitina þegar lagið var tekið upp.
Einkunn - 8,0

3. Live Forever (N. Gallagher)
Örugglega besta og flottasta lag Oasis frá upphafi. Noel samdi þetta lag til mömmu sinnar, mjög fallegur texti og að sögn Noels telur hann þetta lag eitt af 10 bestu lögum allra tíma.
Einkunn - 10,0

4. Up In The Sky (N. Gallagher)
Mjög flott rokklag. Mikil orka og mikið stuð í laginu.
Einkunn - 8,0

5. Columbia (N. Gallagher)
Soldið sérstakt lag og ekki mjög líkt Oasis, minnir mig soldið á I Am The Walrus með Bítlunum, sem er alls ekki slæmt.
Einkunn - 9,0

6. Supersonic (N. Gallagher)
Átti fyrst að vera b-hlið á Bring It On Down, en þegar þeir voru búnir að taka það upp voru þeir allir vissir á því að þetta þyrfti að vera A-hlið. Var tekið upp á 8 klst í Liverpool. Jafnframt er þetta fyrsta smáskífulag Oasis.
Einkunn - 9,5

7. Bring It On Down (N. Gallagher)
Átti að vera fyrsta lagið sem kom út á smáskífu en þeir völdu frekar Superonic. En mjög rokkað lag og flott.
Einkunn - 8,5

8. Cigarettes & Alcohol (N. Gallagher)
Algjört rock n' roll lag! Minnir mig helst á Cum On Feel The Noise með Slade, en þetta er alveg frábært lag af mínu mati.
Einkunn - 10

9. Digsy's Dinnet (N. Gallagher)
Létt ástarlag, samt vel rokkað og mikið stuð í því. Flottur texti og allt það, kemur mjög flottur kafli með píanói í laginu.
Einkunn - 9,5

10. Slide Away (N. Gallagher)
Mitt uppáhaldslag sem kom aldrei út á smáskífu. Rólegt og flott rokk n' roll, flottur texti og gítarsóló.
Einkunn - 10

11. Married With Children (N. Gallagher)
Alveg frábrugðið öllum hinum lögunum á plötunni, ákaflega rólegt kassagítarlag sem hljómar eins soldið eins og Bítlarnir eins og mörg lög með Oasis.


Það er eitt lag sem mér finnst vanta inná þessa plötu og það er lagið “Whatever”. Soldið sérkennilegt að það kom aldrei á breiðskífu og fæst ekki einu sinni á smáskífu hérna á Íslandi. Takk fyrir mig.
Kveðja Gallagherinn…