Breiðskífan R.I.P. Ég rakst á frétt á vefnum um þetta efni og varð að tjá mig.

Samkvæmt sölutölum I-Tunes og fleiri net-tónlistarfyrirtækja kaupa einungis 1% af kúnnum þeirra heilar breiðskífur.

Það þýðir að fólk er að kaupa einstök lög sem það heyrir í útvarpinu eða annar staðar.

Hver kannast ekki við það að kaupa sér disk/plötu með einhverju lagi sem maður fílar, en enda svo með að uppgötva önnur lög á disknum sem við nánari hlustun eru mun betri!? Svo fljóta líka oft með lög sem maður hefði aldrei lagt á sig að hlusta á nema af því að diskurinn er kominn í spilarann, og eru svo bara snilld!

Nokkur dæmi frá sjálfum mér um diska sem ég keypti út frá einu lagi sem svo sitja í mér eins og vörtur á villisvíni:

Radiohead - The Bends
Radiohead - OK Computer
Red Hot Chili Peppers - Blood sugar sex magic
Massive Attack - Protection
Portishead - Dummy
Stan Gets & Joao Gilberto -
Miles Davis - A kind of blue
Miles Davis - In a silent way
Led Zeppelin - Remasters (og svo allt safnið)
Incubus - Morning view

…bara nokkur dæmi í engri sérstakri röð :)

Nógu mikið er vald þeirra sem reka útvarpsstöðvarnar yfir pöbbulnum fyrir, þó ekki fari svo að menn kaupi bara lögin sem þeir þekkja, eða m.ö.o. lögin sem útvarpið velur að spila.

-ætli það fari ekki svo að úrval laga sem seljast verður minna og minna og þau sem seljast verið þau lög sem eru rækilega kynnt og spilun keypt af útgáfufyrirtækjum? Heimsbyggðin verður eitt stórt iðandi MTV þar sem sömu 10 popplögin rúlla á repeat, þangað til R.Murdock ákveður að gefa eigi út nýja smáskífu!

Ég vona að af þessari þróun spretti einhver “trend” sem verki öfugt við það sem ég er lýsa hér að ofan. Allavega ekki heillandi framtíðarsýn að Britney, C. Aguilera og J.Lo verði einu “tónlistar”-mennirnir sem næsta kynslóð kemur til með að þekkja!

Argh!