Shu-Bi-Dua Það var ánægjulegur dönskutími og dönskukennarinn minn, Valur, setti disk í gettóblasterinn sem skólinn átti. Hann ýtti á „play“ og diskurinn fór í gang. Lagið sem byrjaði var mjög skemmtilegt, og eiginlega ólíkt öllum öðrum lögum sem ég hef haft gaman að, enda dönsk hljómsveit. Ég og vinur minn, Halldór, byrjuðum að hlusta á lagið af ánægju og reyndum svona inná milli að reyna að setja orð í þrautina sem Valur bjó til fyrir okkur, hún var þannig að það vantaði orð hér og þar í textann á blaðinu, og áttum við að átta okkur á þeim orðum, sem er reyndar mjög góð og skemmtileg æfing. Lagið kláraðist með tilheyrandi gítarsóló-i og að því loknu spurðu „slúbbertarnir“ í bekknum hvort þeir mættu ekki fara. Ég hneykslaði mig á þeim og sagði við sjálfan mig, en samt nógu hátt svo þeir heyri “..það eru tuttugu mínútur eftir..” og dæsti.

Þegar lagið var alveg búið spurði Valur okkur hvort við hefðum náð öllu, en flestir höfðu bara náð örfáum orðum, því við vorum jú flest öll dolfallinn algerlega af þessum fallegu tónum. Við báðum Val að spila lagið aftur, og þá myndum við örugglega einbeita okkur meira að blaðinu, og hlusta og vinna, en eins og rannsóknir hafa sannað, þá geta karlmenn bara gert eitt í einu, þannig ég þurfti að velja. Ég valdi auðvitað að hlusta. Við hlustuðum á lagið, sem hét víst „Lykkehjulet“ og var með hljómsveitinni „Shu-Bi-Dua“. Þegar lagið var búið og allir búnir að jafna sig kom Valur með annað blað, og þar af leiðandi annað blað fyrir okkur, mér leið vel því lífið var gott þessa stundina. Hann byrjaði lagið og það var ekki af verri endanum, og ef ég á að segja eins og er, þá var það frábært. Flottir kaflar með frábærum melódíum komu inná milli og maður skemmti sér vel við að lemja puttunum uppí lofið í takt við lagið. Það lag heitir „Tango Jalousi“.

Valur var örugglega ánægður að sjá svona marga hafa gaman af tónlistinni, enda einstaklega góður kennari og skemmtilegur. Slúbbertarnir byrjuðu að dæsa og líta á klukkuna, berja í borðið og loks sagði eins stelpan „kommon!..megum við fara?!“ ég hló dátt af þessu fólki, en þá játti Valur og við fórum út. Strax og ég kom heim opnaði ég huga, en ég lokaði honum strax og fór inn á <a href="http://www.google.com“>Google.com </a> og skrifaði <a href=”http://www.google.com/search?q=Shu-Bi-Dua&ie=UTF -8&oe=UTF-8&hl=is&lr=“>Shu-Bi-Dua </a> en fann ekki margt. Mig langaði að finna lög á netinu eða diska sem ég gæti keypt og svo var ég líka að leita mér að gítarflipum með þessum tveim skemmtilegu lögum. Ég fann barasta ekki neitt. Ég eyddi u.þ.b. tveim tímum í leitina, og gafst svo upp. Seint aðfaranótt Laugardags, fyrir svona 2. vikum, fann ég svo heimasíðuna, það stóð efst á henni „The Official Shu-Bi-Dua homepage“ eða eitthvað álíka. Því miður var ekki margt að finna á þeirri heimasíðu, en ég fann þó eitt ræfilslegt e-mail. Ég tók það niður *CTRL + C* opnaði síðan Outlook og gerði *CTRL + V* og byrjaði að skrifa bréf. Ég sagði frá mér og afhverju ég vildi fá gítarflipa, og hugsanlega Mp3 fæla. Ég bjóst auðvitað ekki við að fá svar, miðað við tíma nætur, tímann í Danmörku og svo þá staðreynd að þessi vefur hafði ekki verið uppfærður í nokkra mánuði. En viti menn, ég fékk svar aðeins 7. mínútum seinna. Það var kona sem lét mig hafa gítarflipa fyrir bæði lögin. Ég gladdist, lét vini mína fá gítarflipana og þakka svo fyrir mig.

Nokkrum dögum seinna komst ég að því að faðir vinar míns, Alfreðs, átti flest-alla diskana með bandinu, þeir hafa gefið út fjöldan allan af diskum. Annar vinnur minn hann Arnór sem býr nálægt Alfreði fór til Alfreðs og fékk diska að láni, setti þá inná tölvuna sína og senti mér. Ég bókstaflega nauðgaði þessum lögum, en þau eldast ekki. Ég hef í dag heyrt flest lögin, en þessi tvö eru samt best að mínu mati. Ég mæli eindregið með því kæri lesandi að þú reddir þér nokkrum lögum, og þá sérstaklega þessi sem ég hef talað um og dæmdu svo.

Tilgangurinn með þessari grein var kannski ekki mikill, en hún á samt rétt á sér. Mér finnst sorglegt hvað fáir Íslendingar kannast við þessa hljómsveit. Ég get líka sent ykkur lögin í gegnum e-mail ef þið viljið. Hafið bara <a href=”mailto:hrannar@bjossi.is">samband</a>.

Kv,
HrannarM.