Jeff Buckley aðdáendaklúbbur Ég ætla ekki að fara að tala um ævi Jeff hér því það er búið að gera það, en hinsvegar þá myndi ég gjarnan vilja taka saman hve margir aðdáðendur eru hér á landi. Nú er mikið til af klúbbum erlendis, en eitthvað finnst mér lítið um að menn komi sér saman hér. Nú er ég stoltur eigandi af flestu því sem hefur verið gefið út með honum og á meira að segja von á 2 vinyl plötum núna í byrjun febrúar 2004. Er einhver áhugi fyrir að setja upp íslenska síðu honum til heiðurs?
Plaköt bolir eða kort gætu verið framleidd innan hópsins fyrir meðlimi og skipti á upplýsingum sem er kannski ekki mikið til af á íslenskum síðum. Smá hugmynd endilega látið í ykkur heyra um þetta mál