Sadcore = Þunglyndistónlist Sadcore er kannski orð sem hljómar hálf fáranlega svo ég ætla að þýða þetta sem þunglyndistónlist. Þetta er tónlistarstefna sem ég hef verið að kynna mér mikið uppá síðkastið og rétt í þessu var ég að fá sendingu með helstu böndum ameríkunar á þessu sviði, íslendingar ættu að kynna sér þessa músík svona að vetrartímanum, því hún er mjög róleg og eru textarnir fjalla yfirleitt um ástarsorg og er mikill sannleikur á bak við hverja rödd sem er því miður ekki algengt í tónlist í dag. Þessi stefna er í anda sér soldið lík Folk tónlist og er þar kassagítarinn framarlega. Fremstir á þessu kannski litla tónlistarsviði eru þeir félagar í American Music Band með Mark Eitzel fremstan en hann er svona hálgerður leader þessarar stefnu. Svo eru það félagarnir í Red House Painter sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ef það rignir, snjóar eða er bara drungalegt veður þá henta þeir vel, eitt lag með þeim á Vanilla Sky plötunni. Nú flestir þekkja Elliot Smith sem flokkast undir þessa stefnu en hann stakk sig nýverið í hjartastað vegna konu og fíknar sinnar sem sínir kannski hve mikið tilfinningaflæði er í þessum mönnum. Cat Power er kvenmaður sem er framalega í Þunglyndistónlist en hún er afar feimin við að spila live og er það mjög sjaldséð að hún komi fram, þótt hún hafi gert það síðast fyrir 2 mánuðum, hún minnir óneitanlega á Nick Drake sem tróð einungis upp 2 eða 3 á sínum ferli fyrir 1969. Íslandsvinirnir í Low flokkast einnig undir þessa stefnu. Þannig ef þú ert eitthvað þung/ur á brún eða með einhver vandamál á bakinu varðandi kærustu/asta þá er þetta þitt meðal.