Dagfari hverfur á braut Í rúm 2 ár hef ég stundað Huga eins og mér væri borgað fyrir það. Vissulega hef ég fengið borgað í virðingu og velvild Huga-elítunnar en veraldlegir munir létu á sér standa. Það eina veraldlega sem ég hef haft upp úr þessu Huga stússi mínu er smá Subway, nokkur glös af kóki og gjafabréf í Kringluna. ;)

Mér þykir leiðinlegt að tilkynna ykkur það mínir dyggu aðdáendur, sem ég veit að eruð aðeins hér inni til þess að sjá gult merki við notendanafn mitt, að ég er hættur á Huga. Mér þykir leitt að bregðast ykkur svona án fyrirvara en allt hefur sitt upphaf og sinn endi, þetta vitið þið öll. Ég veit að margir eiga eftir að gráta sig í svefn í kvöld eftir lestur þessarar greinar og tel ég það mjög eðlilegt, ég er nú mesti Hugari allra tíma eins og þið flest ættuð að vita.

Frá upphafi hef ég haft mikil tilfinningaleg áhrif á marga notendur og ófáir hafa tjáð mér ást sína á mínum gulli slegna persónuleika sem erfitt er að keppa við, svo skemmir ekki Baywatch útlitið sem ég hef. Já, ég get með sanni sagt að ég sé hinn fullkomni maður, ég er nörd, snillingur, Baywatch gæji og íþróttaáhugamaður, allt í einum manni. Ég veit að þetta eru alls ekki nýjar fréttir fyrir minn dygga aðdáendahóp þarna úti en örfáum hræðum gæti komið þetta á óvart.

Ég hef ákveðið að segja ekki af mér stjórnendaréttindum mínum vegna þess að ég mun snúa aftur, þó svo allur sá tími sem ég er ekki hér sé of langur fyrir ykkur. Hugi mun líklega liggja í lamasessi þennan tíma sem ég verð í burtu en það er hlutur sem ég er tilbúinn að fórna. Aðalástæða þess að ég mun ekki afsala stjórnendaréttindum mínum er sú að á öllum þeim áhugamálum sem ég stjórna þá eru virkir adminar sem geta þolað það að ég hverfi á braut tímabundið. Hugi minn mun hvíla hjá ykkur, Huganotendur góðir, þann tíma sem ég verð í burtu.

Ég vil enda þessa grein á því að þakka þeim Hugurum sem snert hafa hjartarætur:
SBS
Malkav
Hvurlags.
Mal3
BudIcer

Ég er örugglega að gleyma einhverjum en það skiptir ekki öllu. Þið vitið hverjir þið eruð.

Þá er samfylgd okkar lokið í bili, ég ætla að skreppa út í búð og kaupa mjólk handa móður minni.

kv. Dagfari hinn mikli