Sex Pistols Þetta verður bara stutt..

Þrátt fyrir að samstarf Sex Pistols hafi bara staðið í tvö ár seint á 8. áratugnum voru þeir brautryðjendur í tónlistarheiminum. Í Englandi var hljómsveitin talin hættuleg samfélaginu og var bönnuð víðsvegar um landið. Í Ameríku höfðu þeir ekki sömu áhrifin, en margar hljómsveitir í báðum löndunum urðu fyrir margvíslegum áhrifum frá Sex Pistols, mas. út af tónlistinni eða sjálfstæðinu og gerðu-það-sjálfur viðhorf sem hljómsveitin hafði. Jafnvel þótt þeir hafi ekki gefið út nein lög sjálfir, þá var þetta sjálfstæði í tónlistinni þeirra hvernig þeir spiluðu hana.

Gítarleikarinn Steve Jones og trommarinn Paul Cook voru fastagestir í kventískubúð sem framkvæmdarstjórinn þeirra átti, Malcolm McLaren; bassaleikarinn Glen Matlock vann í búðinni. Söngvarinn John Lydon, sem átti seinna eftir að koma fram undir nafninu Johnny Rotten, hitti restina af hljómsveitinni í búðinni og var boðið að ganga í bandið. Á meðan hljómsveitin lék einfalt rokk hátt og á hrjúfan hátt, söng Rotten um anarkisma, fóstureyðingar, ofbeldi, fasisma og sinnuleysi; án Johnny Rotten, hefði hljómsveitin ekki verið talin ógnun við stjórn Englands - hann ýtti undir ímynd hljómsveitarinnar að vera eins framfærinn og ógnandi og hægt væri. Umfjöllunin vegna fyrsta lags þeirra “Anarchy in the UK” varð til þess að hljómsveitinni var sagt upp af útgáfufyrirtækinu, EMI. Matlock var rekinn úr bandinu áður en næsta lag þeirra “God save the queen” kom út, sem var gefið út af Virgin; það var bannað á BBC. Sid Vicious fyllti í skarðið fyrir Matlock, Sid var götustrákur sem, eins og hinir meðlimirnir, kunni ekki að spila á hljóðfæri.

Eftir útgáfu fyrstu plötu þeirra árið 1977, fór hljómsveitin á tónleikaferðalag um Bandaríkin í janúar 1978; ferðalagið stóð í 14 daga. Rotten fór frá hljómsveitinni eftir tónleika þeirra í Winterland Ballroom í San Fransisco 14.janúar, og fór til New York. McLaren reyndi að halda hljómsveitinni áfram en Cook og Jones snérust fljótlega gegn honum. Seinustu tvo áratugi eftir samstarf Sex Pistols, þá hefur komið út fullt af óútgefnu efni með hljómsveitinni og tónleikaupptökur sem hafa bara aukið vinsældir þeirra.

Árið 1996, til að fagna 20 ára samstarfsafmæli þeirra, komu Sex Pistols saman aftur, með upprunalega bassaleikaranum Glen Matlock sem fór í stað hins látna Sid Vicious. Bandið fór á alþjóðlegan túr í júní 1996, og gáfu frá sér Filthy Lucre, live plata. Fjórum árum sóðan, Julien Temple (sem stjórnaði fyrstu mynd hljómsveitarinnar, The Great Rovck & Roll Swindle) leikstýrði heimildarmyndinni The Filth & The Fury.