Ég skellti mér í kvöld, fimmtudagskvöldið 9.okt 2003, á útgáfutónleika 200.000 naglbíta á NASA.
Þeir voru þar, auðvitað, að kynna nýjasta verk sitt “Hjartagull”
Þeir mættu galvaskir á sviðið og byrjuðu að spila og maður lifandi þvílíkt sánd!
Nýju lögin eru snilld, enda ekki við öðru að búast og diskurinn verður keyptur á morgun engin spurning.
Þeir spiluðu nú ekki lengi drengirnir og heyrðist vel að hálsbólga var að hrjá Villa söngvara, svona allavega í síðustu lögunum. Þeir spiluðu alla nýju plötuna og köstuðu nokkrum vel völdum slögurum inn á milli. Þeir voru spilaglaðir og skemmtilegir á sviði, og svo voru camerur út um allt, kannski DVD í vændum hver veit hm hm hm! he he
Maður fann svona á sér að þeir hefðu spilað meira ef Villi hefði ekki verið svona hás, þvílík synd að verða hálf raddlaus fyrir svona stórt og flott gigg, hálf raddlaus er kannski of mikið sagt, hann hélt sér vel og söng vel, bara ekki alveg í sínu besta formi.

Ég allavega þakka fyrir mig og gef þeim 7 af 10, en pottþétt tía hefði verið ef röddin væri í topp og spilatíminn lengri :)