okkar ástkæra Björk sem fyrst var 11 ára barnastjarna á Íslandi, er nú heimsfræg vegna frábærar mússíkar sinnar. Fyrstu hljómsveitir hennar voru t.d.: Smekkleysa, Tappi Tíkarrass og Sykrumolarnir svo eitthvað sé nefnt.
Björk byrjaði að vera sín eigin “Mamma” eins og hún kallaði það í einhverju viðtalinu, því hún byrjaði snemma að elda sinn eigin mat og hugsa um sig sjálfa. Svo sumarið 1987 kom smáskífan ,,Birthday” til Englands, kom vel á óvart og seldist vel í Bretlandi. En svo í Apríl 1988 gáfu Sykurmolarinir út fyrstu “plötuna” sína sem hét ,,Life’s too good” og stóðst platan allar væntingar. Svo smámsaman fór allt á annan veginn hjá hljómsveitinn. Björk vildi ekki falla niður í gröfina strax og hætti í bandinu og hóf sóló feril. Þá fór fór allt að ganga vel aftur og hún seldi milljónir platna og smáskífa. Hún hafði líka fengið gífurlega athygli vegna klæðaburðs.
Platan ,,Debut” sló svo mjög í gegn að fólk byrjaði að klæða sig eins og Björk.
Svo seinna, árið 1994 á Brit-tónlistarverðlaununum vann Björk verðlaun sem besti alþjóðlegi nýliðinn og besti kvenkyns tónlistarmaðurinn. Í Apríl 1995 kom út breiðskífan ,,Post” sem innihélt lagið ,,It’s oh so quiet” sem varð lang vinsælasta lagið hennar frá upphafi.
Eftir þetta hefur hún gert margt sem ég kannski nefni síðar.

Kv. RikkiChan