Nokkrar hugleiðingar um tónlist.... Í sumar fór ég á Roskilde Festival í tvennum tilgangi, drekka bjór annarsvegar og hinsvegar sjá nokkrar af mínum uppáhalds hljómsveitum á sviði. Þar á meðal var hljómsveitin Massive Attack og voru þeir með eitt magnaðasta show sem ég hef séð á ævinni, ég hef aldrei verið eins snortinn og þegar ég heyrði lagið Teardrop í live útgáfu, þetta lag hefur alltaf heillað mig frá því að ég heyrði það fyrst á MTV fyrir nokkrum árum, myndbandið er kapítuli útaf fyrir sig en þetta lag hefur ekki alltaf átt sæti númer eitt af mínum uppáhalds lögum. Önnur hljómsveit sem mér þykir vera að gera góða hluti er Coldplay, nýjasti diskurinn þeirra A Rush Of Blood To The Head er mögnuð tónsmíð í heild sinni, þar stendur lagið Clocks uppúr að mínu mati og að sjá Chris Martin á djöflast á píanóinu, spilandi þetta lag er alveg einstök upplifun. Eitt fallegasta lag allra tíma er samt sem áður Nothing Compares To You með Sinead O´Connor, maður verður hálf klökkur við að horfa á myndbandið, þá sérstaklega þegar hún fer að gráta. *sniff sniff*

Í svolítið örðuvísi tónlist: Ég hef eins og mjög margir aðrir gaman af því að djamma og fyrir ekki svo löngu var ég á Dátanum fíla mig alveg í botn þegar plötusnúðurinn smellir lagi sem ég bókstaflega dýrka á, það lag er Love Story með Layo & Bushwacka, í endurhljóðblandaðri útgáfu Charles Hart, í miðju laginu tek ég samt eftir því að plötusnúðurinn byrjar að beatmixa öðru lagi saman við Love Story, ég vissi ekki alveg hvað ég átti að halda í fyrstu en hélt ótrauður áfram að hrista búkinn svo að við enda Love Story kemur lagið sem hann hafði verið að fikta við alveg inn, dansgólfið nöötraði af stemmningu og ég rýk að plötusnúðnum og spyr hann hvaða lag þetta sé “nú þetta er það allra heitasta í dag, Chase The Sun með Planet Funk” Melódían í þessu lagi er alveg *gjöööðveik* og hefur átt fastann sess í mínum huga síðan ég heyrði það þetta kvöld.

Depesche Mode er hljómsveit sem ég held mikið uppá, lögin þeirra hafa alltaf verið vinsæl hjá mér og mínum vinum, bæði upprunalegar útgáfur og remixaðar, þá sérstaklega eitt lag, útgáfa Lexicon Avenue á Only When I Lose Myself. Það er svo svakalegur dansfílingur í þessu lagi að ekki nokkur maður ætti að láta það framhjá sér fara að hlusta á þetta lag á djamminu. Af upprunalegum útgáfum stendur Home á toppnum. Þetta lag er svo ótrúlega flott að fá orð fá því lýst. Söngur Dave Gahan er óaðfinnanlegur og lagið væri ekki svipur hjá sjón án hans.

Ein uppáhalds myndin mín er Donnie Darko, í henni er ein besta tónlist sem hefur heyrst í kvikmynd, margir hafa talað um endurútgáfu Gary Jules á gamla Tears For Fears laginu Mad World, þó finnst mér Head Over Heels hafa meira til borðs að leggja, Tears For Fears sanna með þessu lagi að þeir voru bestu popptónlistarmenn níunda áratugarins á eftir Michael Jackson að sjálfsögðu.

Svo maður minnist á nokkur önnur lög sem komu út þegar maður var ennþá í grunnskóla á dettur mér eitt lag í hug sem mér finnst hafa elst ágætlega og er það You´ve Got The Love með The Source.

Maður getur nú ekki skrifað svona grein án þess að minnast á nokkur Hip Hop lög sem hafa haft áhrif á mann, The Streets er kannski ólíklegasti tónlistarmaðurinn sem manni dettur í hug að velja fyrst en þó finnst mér hann það frumlegur að hann á það vel skilið, allir sem eru orðnir leiðir á djamminu ættu að hlusta á Same Old Thing. Worst Comes To Worst í flutningi Dilated Peoples er ómissanlegur partur af hip hop kvöldi á Café Amour. Margir halda að það sé vonlaust að rappa á öðrum tungumálum en Íslensku, það er gríðarlegur misskilningur eins og margir Íslendingar hafa sannað, þegar ég sé mic er gott dæmi um hvað flæðið getur orðið rosalegt á Íslensku, Loop Troop tekur allar neikvæðar skoðanir í kakóið með Topp Doggz og fleiri góðum lögum.

Eftir að hafa lesið fyrsta hluta greinarinnar verð ég að bæta upp fyrir rólegu tónlistarpælingunum með smá rokki. Rage Against The Machine klikkar aldrei að mínu mati og sé ég mjög eftir þeirri hljómsveit, uppáhalds lag mitt með þeim er án efa Know Your Enemy, ég var nú ekki nema eitthvað um tíu ára þegar ég heyrði þetta lag fyrst en djöfull sem ég fílaði mig í tætlur, svo að sjálfsögðu bað ég um diskinn í Jólagjöf og á hann enn.


Jæja ég er að hugsa um að láta staðar numið hér og enda á smá upptalning á Oldschool lögum sem eru í playlist hjá mér þessa dagana..

Manfred Mann - Blinded By The Light
Commodores - Machine Gun
ZZ Top - La Grange
Creedence CR - Down on the corner
George Baker - Little Green Bag
War - Lowrider
Kool & The Gang - Jungle Boogie
Edwin Star - War
Bachman Turner Overdrive - You Aint Seen Nothing Yet
Mr Big - To Be With You
Dead Or Alive - You Spin Me Round
Duran Duran - Ordinary World
Ramones - Blitzkrieg Bop
A Flock Of Seagulls - I Ran
Kiss - Love Gun
Black Sabbath - Paranoid
Michael Jackson - Beat It

Með fyrirvara um stafsetninga og ritvillur.