Áhrif MTV á tónlistarheiminn Ég hef oft séð fólk á þessum ágæta vef setja út á MTV og saka þá stöð um að hafa gert mikin í að skaða á tónlistarheiminn. Til að byrja með finnst mér þessi gagnrýni ekki fyllilega réttmæt sökum þess að MTV hefur alltaf farið eftir því sem áhorfendur vilja. Það segir sig sjálft að sjónvarpsstöð sem hunsar áhorfendur sína missir fljótt niður áhorf. Mér finnst líka rétt að benda á það að MTV framleiðir ekki myndböndin sem það spilar og eyðir engum pening í markaðssetningu tónlistarmanna, það gera hinsvegar útgáfurisarnir. Mig langar að benda á jákvæð áhrif sem MTV hefur haft.
Þegar MTV fór í loftið (1983 minnir mig) hafði ríkt ákveðin lognmola í tónlistarheiminum. Plötusala hafði minnkað stórlega. Útvarpstöðvarnar spiluðu ekkert sem ögraði. Erfitt var fyrir nýjar hljómsveitir/listamenn að fóta sig í tónlistarheiminum vegna þess að plötuútgáfur þorðu ekki að taka áhættu í kjölfar minni sölu.
Hópur fólks hafði verið að velta fyrir sér hvort ekki mætti nýta tónlistarmyndbönd í eitthvað og jafnvel hafa sér sjónvarpsstöð sem eingöngu spilaði tónlistarmyndbönd. Fram að því hafði notkun tónlistarmyndbanda verið nánast óþekkt í BNA, en þau verið notuð mun meira í Evrópu og Ástralíu. Hópurinn ákvað að láta það vaða og MTV varð að raunveruleika.
Þar sem notkun tónlistarmyndbanda hafði verið lítil í BNA var mjög sjaldgæft að amerískir tónlistamenn og hljómsveitir gerðu myndbönd. Til að byrja með var MTV því troðfullt af breskum tónlistarmyndböndum (sérstaklega Rod Stewart) og í kjölfar þess varð í raun bresk innrás í tónlistarheim bandaríkjana. Með tilkomu MTV höfðu m.a. Duran Duran, Spandeu Ballet og fleiri hljómsveitir greiðan aðgang að bandarískum markaði, sem hefði verið óhugsandi nokkrum árum fyrr, eingöngu vegna þess að þær áttu myndbönd. Að sjálfsögðu spruttu líka upp bandarískir listamenn sem gripu tækifærið og notuðu MTV til að koma sér á framfæri. Þar var Madonna fremst í flokki.
Það varð ákveðin kynslóðaskipting í tónlistarheimi BNA með tilkomu MTV, því eldri listamönnum fannst óþægilegt að þurfa allt í einu að þykjast vera syngja af mikilli innlifun fyrir framan myndavél. Ég sá brot af fréttamannifundi um þetta að einn listamaðurinn sagði að honum findist fáránlegt að þurfa allt í einu að bregða sér í hlutverk leikara, en Madonna (sem sat sama fund) svaraði strax að það að fara uppá svið væri alveg jafn mikil leiksýning eins og gera þetta fyrir framan myndavélar og þar með var málið útrætt.

Mér finnst MTV ekki hafa skemmt neitt í tónlistarheiminum, froðupop hefur alltaf og mun alltaf vera til. Ég þakka líka MTV fyrir að hafa losað tónlistarheiminn við Don Henley og álíka leiðinlega listamenn, sem hefðu haldið vinsældunum í allavega nokkur ár í viðbót og gætu hafa haft skelfileg áhrif á tónlistarsmekk minn síðarmeir.
Að endingu vil ég spyrja hvort einhver hafi haldbær rök fyrir því að MTV hafi einhvern skaða gert.

Góðar stundir.
Góðar stundir.