Jæja. Þetta er kannski ágætis korkamatur og gæti jafnvel talist sem auglýsing en þetta gæti samt vakið einhverjar umræður svo ég sendi þetta inn sem grein.

Ég fór í Skífuna í síðustu viku, og átti nú ekki von á neinu sérstöku frá þessarri vanalegu okurbúð. En hún kom mér nú ágætlega á óvart í þetta skiptið. Ég sá nú reyndar “ÚTSALA” merkið í glugganum en það þýðir oftast þar að verið er að selja plöturnar sem floppuðu á jólunum, og bjóst við stöndum af Rottweiler og Svölu Björgvins.
En Skífumenn tóku sig ágætlega til og á útsölunni eru m.a. plötur sem löngu eru orðnar sígildar, t.d. Dark Side of the Moon með Pink Floyd eða Nevermind með Nirvana. Auk þess var þar fullt af plötum með uppáhalds tónlistarmönnunum mínum, s.s. Bob Dylan eða Smiths, frá 999-1999 kr. Ég gekk bara milli diska og vissi ekki hvað ég ætti að kaupa mér, of margar plötur vöktu áhuga minn. Ákváð loks að koma aftur seinna. En þegar ég kom í dag var Bob Marley - Legend því miður búinn, svona gerist ef maður notar ekki tækifærið :(
Svo að ég keypti mér:

The Essential Leonard Cohen - 1999 kr.
A Portrait of French Café Songs - 799 kr. (yndisleg plata! líður eins og ég sé komin á kaffihús í París)

Allavega, mér finnst þetta gott framtak hjá Skífunni, það er loks hægt að kaupa nýja geisladiska á viðráðanlegu verði hér á landinu.

Og að lokum: Hvað finnst ykkur um þessa útsölu? Og hvaða diska hafiði keypt á henni?