Ég sá hljómsveitina Buff á Gauknum fyrst í fyrra haust og eftir það hef ég reynt að komast á öll gigginn þeirra bara til þess að fullvissa mig um að þeir séu raunverulegir.
Þeir hafa vit á lagavali og flytja lögin af þvílíkri spilagleði í bland við kjaftæði en samt professional spilamennska sem skín í gegnum allt. Það á auðvitað að vera kvóti á góðum söngvurum og Buff er langt yfir leyfilegu hámarki. Villi Goði, Pétur Jesús, gítarleikarinn í Dúndurfréttum og trommuleikarinn (veit ekki nöfnin) eru allir fanta söngvarar, þó bera Villi og Pétur af og Bergur bassaleikari syngur sjálfsagt eins og engill líka ég heyri bara aldrei í honum hehe.
Það er frábært að fara á hljómsveit sem spilar AC/DC,The Band, Whitesnake og Les Beatles og fer svo létt með það að manni langar að gráta eins og smá stelpa fyrir að vera að reyna eitthvað sjálfur.
Ég persónulega get ekki dansað við Buff, þótt allir hinir geri það, því að súlu gæjinn vaknar í mér og ég stend bara með bjórinn minn og pæli í öllu sem þeir gera.
Vá það hljómar eins og ég sé ástfangin af þessum rugludöllum hehe en ég persónulega mæli eindregið með því að allir sem hafa gaman af frábærri tónlist, góðum húmor og klikkuðu stuði líti á Buff í fullum skrúða, þótt þeir séu frábærir bara þrír þá jafnast ekkert á við 5 manna buff hehe :)

PEACE OUT!!!