Tónlist er það sem að mínu mati heldur lífinu af stórum parti gangandi. Hún er til
í hinum ýmsu stílum og er mjög mismunandi eftir því hvernig hún er byggð upp,
og bara hvernig hún er. En því miður er tónlistarsamfélag milli manna alls ekki
fullkomið og verður það seint.

Margir bera jafnt sem enga virðingu fyrir annara manna tónlist og fordómar fyrir
tónlist eru alltaf að magnast. Mikið af stórum miðlum byggja líka upp smekk
margra ungmenna (og líka eldra fólks, en kannski minna) sem að finnst kannski
ekkert varið í hana, en hlustar bara á það því þeir segja það. Fm 957 er kannski
mest áberandi í dag, en alls ekki eini miðillinn sem stundar þessa iðju. Það er
mjög leiðinlegt að sjá ungt fólk falla í þá gryfju að hlusta öllum stundum á
einhveraj tónlist sem það finnst ekkert varið í, bara til að fullkomna einhverja
steríótýpu sem það dreymir um að vera. En fólk þróast kannski upp úr þessu og
velur sér eitthvað sjálf, eða sér að það er að fíla þessa tónlist i alvöru.

Síðan eru líka til öðruvísi steríótýpur en þær sem aðhyllast Fm, til dæmis þessi
sem “alvöru rokkarar” (að þeirra sögn) kalla gervi rokkara. Þá sem hlusta á Radio
X og fíla Nickelback, Blink og félaga. En það fyrirfinnst líka fólk af fyrrnefndri
stéttinni sem hefur lítinn sjálfstæðan vilja, sem gerir bara það sem gaurarnir á
Radio Reykjavík segir þeim og hlustar á það sem þeir segja að sé gott.

En þótt að sumir séu ósjálfstæðir í hugum ykkar, af hverju að vera að vesenast
eitthvað í þeim? Horfið freka í eigin barm og athugið hvort að þið séuð eitthvað
betri. Og ef þið hlustið á það sem ykkur finnst skemmtilegt og látið ekki stjórnast
af einhverjum öðrum sem eiga að vita betur, verið bara ánægð með sjálf ykkur og
ekki hugsa um hina, sem enn hafa ekki náð því marki að ykkar mati.

Hjá mörgum byrjar tónlistarhlustunarferillinn nákvæmlega þannig, en fólk byrjar
síðan að byggja upp eigin smekk. Þess vegna, gæti þetta verið af hinu góða? En
þótt að þið séuð líka búin að byggja upp góðan smekk að ykkar mati, ekki vera að
rakka niður aðrar tónlistarstefnur sem þið hafið kannski ekki mikla reynslu af. Ef
þið eruð ekki opin fyrir að hlusta á þær, losnið bara við þær úr huganum og setjið
eitthvað skemmtilegt á fóninn.

Með von um betri tíma,

Past