Hallur Ingólfsson er íslenskur tónlistarmaður. Hefur hann unnið að ýmsum verkefnum í sambandi við danstónlist, útvarpsleikrit og fleira.

Um þessar mundir er hann búinn að klára nýja plötu frá TH1RT3EN sem að heitir Bone Factory. Það er stefnt á að hún komi út í Evrópu einhvern tíman í September-Október. Þessi geisladiskur inni heldur 13 rokklög samin, flutt, tekin upp, og mixuð af honum. Bjarni Bragi masteraði hana í stúdíó írak.

Fyrri plötur TH1RT3EN eða XIII eru

SALT 1994
SERPENTYNE 1996 og
MAGNIFICO NOVA 2002

Hallur er einnig búinn að gera tónlistina viðútvarpsleikritin Bláa Hnöttinn sem að byggt er á samnefndri barnabók Andra Snæs Magnasonar og Flateyjargátuna.

Hallur hefur einnig samið danstónlist fyrir systur sína hana Ólöfu.
Í gegnum það fékk hann verkefni hjá Helenu Jónsdóttur við að gera tónlistina við dansmyndbandið While The Cat´s Away og leisti hann það með prýði. Einnig gerði hann helminginn af tónlistinni við dansleikhúsverkið Open Source sem að einnig er eftir Helenu. Vann það verk fyrstu verðlaun í dansleikhús keppni sem að fór fram í Borgarleikhúsinu. Ólöf systir hans tók einnig þátt og gerði Hallur eitthvað smá ísambandi við hæjóðin þar.

Hallur er nú að vinna í því að gera tónlistina og hljóðin við leikritið Erling sem að er eftir sömu sögu og norska kvikmyndin Elling. Leikritið verður frumsýnt 11. September og er það Benedikt Erlingsson sem leikstýrir.

Angus
The waves come crashing as I sail across the waters,
And I hope against hope that the cold steel hull will carry me to salvation.