Ekki veit ég það, en ekki er það langt. Íslenskt tónlist er nefnilega svolítið einangruð og flokkast aðallega í fernt.

Í fyrsta lagi er það gítarpoppið sem er blanda af kassagítar, einstrengdum bassa, diskalausum trommum og vælandi óþjóðalýð.
Texti í svona tónlist er ósjaldan væminn, ópersónulegur og hunleiðinlegur. Maus má hins vegar eiga það að þeir gera snilldartexta.
Það er að vísu eitt bjart við þessa tónlist, falleg notkun á tölvutónum, samt heyrir maður það sjaldan.
Það fyndnasta sem ég þekki við gítarpopp er þegar hljómsveitir gera hægari, væmnari og verri útgáfu af vinsælasta laginu sínu. Sorglegt ekki satt?

Í annan stað má sjá popprokk sem er öðruvísi en gítarpopp að því leiti að það er hressari tónlist og óvæmnari og persónulegri texti (þó að sumir pæli einfaldlega ekki í hvað þeir eru að raula) að auki rafmagnsgítars og stundum diskum í trommum.
Popprokk er oftast betri tónlist en gítarpoppið. Botnleðja er best á þessu sviði.

Þriðja tónlistarformið er rapp. Íslenskt rapp er ekki góð tónlist, en því er hægt að bjarga fyrir horn með fyndnum texta sem snýst um sama efnið. En þegar blaðrað er stanslaust í 3-4 mínútur efast ég um að það sé mögulegt.
Það er ekki hægt að dæma tónlistina bakvið munnræpuna, það er vanalega bara bull með tölvubassa og -trommum.
Quarashi er samt fín, sem er að vísu rapprokk.

Fjórða og síðasta tónlistarformið er rokk, sem á svo marga undirflokka að jafnvel vanur bókhaldari vissi ekki í hvorn fótinn hann ætti að stíga. Fólk sem glamrar á rafmagnsgítar, traðkar á bassa, brýtur trommukjuða og gleypir mígrafón á meðan það sveiflar síðu smass-hárinu fram og aftur er hin týpíska rokkhljómsveit (Þetta á að vísu ekki við allar rokkhljómsveitir). Þú mundir í raun aldrei hlusta á tónlistina, en þú yrðir að fara á tónleikana.

Þetta er að sjálfsögðu ekki öll tónlist á Íslandi, en mikill meirihluti. Annað tónlistarfólk sérhæfa sig og vanda. Enda er sérhæfð tónlist sú eina sem stefnir eitthvert annað en aftur heim á hið íslausa Ísland.
Kíkið endilega á síðuna mína www.folk.is/nixey