Welcome to Wonderland! <b>Welcome to Wonderland!</b>

Þó að Justin Timberlake biðji mig um að Koma mér á Gólfið, og X lofi að gefa mér Það, þá hefur það engin áhrif á mig. Ég skaka ekki við slíkt.

Það er bara þannig, að once you go Drum and bass, there ain't no turning back. Ef þú hefur einu sinni tjúttað og tryllt við þessa tónlist verður önnur músik ekkert nema hjóm í samanburði. Harðneskjan, bassinn, ágengir og æpandi taktarnir sem neyða mann til að stíga trylltan dans sem mest maður má eru element sem önnur tónlist einfaldlega inniheldur ekki og því hef ég algerlega gefist upp á að reyna að djamma við eitthvað sem hefur ekki snefil af hinum alræmda Amentakti, eða hans bastarðsbörnum frá neðri ríkjum Helvítis. Ef ég reyni þá finn ég til innri tómleika, takturinn virðist ekki innihalda þetta sérstaka krydd sem fær mig til að vilja hreyfa mig.

Tónlistin virðist eins og ókryddaðar franskar.

Eins og flatur bjór.

Af hverju myndi maður vilja borða ókryddaðar franska, eða neyta bjórs sem hefur mátt þola þá smán að fletjast? Það er þvæla og bjánaskapur einvörðungu að þurfa að lúta því lögmáli að tjútta ekki við neitt nema það sem últrapoppið segir manni. Margir hnusa og segja að Breakbeatið sé ekki nema fyrir epillu hausa og lightstick veifandi kjána. Þessir þurfa ekki nema að mæta á eitt Ol Skool kvöld til að upplifa þann anda sem fylgir breakbeati, til að átta sig. Að fara á Ol Skool kvöld er eins og að fara í 500 manna partý þar sem allir eru komnir til að dansa. Hin eilífa hustlþörf víkur fyrir stemmningunni, allir þekkja lögin, þeir sem þekkja þau ekki læra þau á örskot stundu, enda er textinn jú auðlærður. Það næsta sem hægt er að komast stemmaranum á ol skool kvöldunum er Roskilde Festival. Nema klósettin eru hrein, og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að einhver sé að pissa utan í tjaldið þitt.