Ekki er allt sem sýnist Mig langar að tala hérna aðeins um söngkonuna og hljómsveitina (veit samt ekki alveg með það) Avril Lavigne og fáfræði fólks og án þess að vera móðgandi við aðdáendur hennar og þá sem ég tala um í greininni. Allavega reyna það :)

Ég hef tekið eftir því að mörgum hefur fundist Avril Lavigne “betri” tónlistarmanneskja en margar aðrar popp söngkonur því hún er ekki að glenna sig eins og t.d. Britney Spears og fleiri. En allt í lagi með það. Hún syngur alveg þokkalega án þess að þurfa að glenna sig en það sem ég er ekki alveg að fíla er það að hún er svona frekar feik.

Ég er að tala um það að hún klæðir sig eins og punk rokkari og restin af hljómsveitinni líka en tónlistin sem þau eru að spila er ekkert nema hreint og beint iðnaðarpopp. En þetta snýst líklegast aðallega um markaðssetningu og það virðist vera að ganga alveg þokkalega.

Ég hef spurt krakka hvernig tónlist Avril Lavigne er og svarið sem ég fæ er oftast annaðhvort punk eða rokk. Sem er AUÐHEYRANLEGA ekki rétt en ástæðan fyrir því að þetta er svarið sem ég fæ er sennilegast sú að Avril Lavigne lítur út fyrir að vera rokkari í þeirra augum og út af því að flestar popp söngkonur eru alltaf með brjóstin hoppandi út um allt og beran magan en ekki hún Avril.

Það virðist sem krakkar eru að greina tónlist og fólk eftir útliti sem er ekki alveg nógu gott. Ef að Avril Lavigne væri punk eða rokk þá væri tónlistin hennar líka spiluð á til dæmis útvarpsstöðum eins og X-inu og útvarppstöðum sem spila ekki popp. Avril er ekkert annað en popp og þess vegna langaði mér bara m.a. til þess að þeir sem halda að hún sé ekki poppari geri sér grein fyrir því að maður á ekki að dæma eftir því hvernig fólk klæðir sig og þessháttar. S.s hugsa aðeins meira í hlutunum áður en maður fer að bulla eitthvað út í loftið eins og fáfróður vitleysingur.

Mig langaði bara að koma þessu á framfæri því það er sorglegt að heyra fólk greina tónlist sem gæti ekki verið meira iðnaðarpopp sem eitthvað annað bara því söngkonan lítur ekki út eins og flestir popparar. Þetta sýnir bara hvað allt er farið að snúast um steríótýpur og útlit en ekki það sem skiptir mestu máli sem er auðvitað kjarninn.