Barry White (12. sept 1944 - 4. júl 2003) Þann 12. september 1944 kom lítill drengur í heiminn í Texas í Bandaríkjunum. Hann hlaut nafnið Barry Euguene White. Enn á föstudagsmorgni þann 4. júlí 2003 lést Barry White 58 ára að aldri á Cedars-Sinai Medical Centre í Los Angeles eða á þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna. White lést úr veikindum sem hann hafði barist hetjulega við og hafði hann legið á sjúkrahúsi um nokkurra mánuða skeið. White hafði alla sína tíð haft háan blóðþrýsting sem varð þess valdandi að skemma nýru hans. Síðan í september á síðasta ári hafði hann verið að bíða eftir nýju nýra og svo í maí á meðan biðinni stóð fékk hann hjartaslag. Nýlega gekkst Barry White undir himnuskiljunaraðgerð.

Barry White hafði einnig mjög djúpa rödd sem hann náði að skapa sér sérstöðu út á röddina. Hann söng oftast rómantísk lög og róleg lög sem hittu oft beint í hjartastað hlustenda vegna þess hve seiðandi rödd hans var. Út á röddina og tónlistina fékk hann viðurnefni á við “Rostung ástarinnar” svo eitthvað sé nefnt. Hann stendur svo sannarlega undir því nafni enda var hann vel í holdum og röddin djúp. Á áttunda áratugnum söng White lög á borð við “You're my first, my last, my everything” og Can't get enough of your love babe". Á þessum tíma var Barry White á hátindi ferils síns og náði hann eflaust að skapa rómantíska stemningu hjá elskendum. En svo missti fólk áhugann á soul-tónlistarstefnunni og var það ekki fyrr en á síðasta áratug sem áhuginn á soul-tónlist jókst á nýjan leik og í kvikmyndum fóru lög White að heyrast. Barry var einnig boðið gestahlutverk í The Simpsons og Ally McBeal. Árið 1994 var hann verðlaunaður á Soul Train Music hátíðinni fyrir brautryðjendastarf meðal svartra tónlistarmanna í Bandaríkjunum. White verður væntanlega minnst vegna þess.

Persónulega finnst mér Let the music play með Barry White besta lagið með honum. En núna hefur enn einn tónlistarmaðurinn yfirgefið heiminn en skilið eftir sig fjöldann allan af dægurlögum sem vonandi munu hljóma í viðtækjum hlustenda sem lengst.

Blessuð sé minning Barry White og hvíldu í friði.

Kv. Geithafu