Í partýi í vetur lenti ég í samræðum við ungan mann og fljótlega fór samtalið að snúast um tónlist. Við vorum sammála um að Nirvana og Metallica væru snilldarhljómsveitir og ræddum aðeins um þær og fleiri, s.s. Radiohead, Smashing Pumpkins og fleira. Eftir að hafa kynnst tónlistarsmekk hvors annars ágætlega ákvað hann að ‘leyfa’ mér að hlusta á danska hljómsveit að nafni Saybia. Ég hafði ekki heyrt nafðið en lagið sem hann setti á fóninn kannaðist ég eitthvað við. Lagið, sem flestir ættu að kannast við núna, heitir The day after tomorrow. Ég fékk gæsahúð upp og niður og allt í kring og var staðráðin í því að þennan disk skildi ég kaupa mér um strax eftir helgina. Á mánudeginum fór ég svo hress og kát í Skífuna að kaupa mér diskinn. Þar sem ég kann svolítið vel á búðina (fer oooft að kaupa mér diska) hljálpaði ég mér bara sjálf en þegar ég fann ekki diskinn fór ég og leitaði hljálpar. Afgreiðslumaðurinn kannaðist nú ekki við nafnið, fór og leitaði á sama stað og ég hafði gert (án árangurs) fór svo í tölvuna og hvarf eitthvað á bakvið. Eftir nokkra stund kom hann með innkaupkerru fram fulla af kössum. Í einum kassanum leyndist eitt eintak af þessum disk. Ég skundaði heim og beint með diskinn í græjurnar og þar hefur hann verið síðan. Þetta var fyrir mörgum mánuðum. Sökum áhuga míns á þessari hljómsveit hef ég ákveðið að skrifa stuttlega um uppruna hennar og sögu.

Saybia: Søren Huss söngur, Sebastian Sandstrøm gítar, Jess Jensen hljómborð, Jeppe Knudsen bassi, Palle Sørensen trommur.

Þrír meðlimir núverandi hljómsveitarinnar stofnuðu hana árið 1993. Árið 1998 fengu þeir til liðs við sig nýjan gítarleikara og hljómborðsleikara og varð það til þess að hljómsveitin þróaði sinn eigin stíl. Saybia gaf svo út tvo diska; Dawn of a new life (1998) og Chapter 3 (2000). Þessar plötur voru einungis seldar á tónleikum og eru nú í dag illa fáanlegar og mikil verðmæti að mati aðdáenda bandsins. Singularnir tveir, The day after Tomorrow og Fools corner ruddu svo sannarlega brautina fyrir Saybia. Lögin tvö voru svo á disknum Saybia sem kom út haustið 2001. Ein stærsta útvarpsstöð Danmerkur settu lögin í spilun og það þýddi það að Saybia náði stærri hlustendahóps. Í desember 2001 hlutu Saybia svo virt tónlistarverðlaun í Danmörku. Árið 2002 hlutu þeir svo Dönsku tónlistarverðlaunin fyrir bestu rokkplötu ársins (Saybia). Platan sem ég sagði frá í byrjun greinarinnar, The Second you Sleep kom svo út eftir mikla bið aðdáenda 21. janúar 2002. Platan sprengdi mesölulistann og fór í sæti númer eitt á danska listanum eftir einungis eina viku.
Á fyrsta túr Saybia eftir útgáfu The second you Sleep seldust miðarnir upp á hverjum einasta stað á sama og engum tíma. Eftir þetta hefur hlustendahópur Saybia stækkað. Þeir hafa fært út kvíarnar og eru farnir að spila víðsvegar um heiminn, á virtum tónlistarhátíðum og stærri sviðum.
Tónlist Saybia er af hærri gæðaflokkum. Hún er full ástríðu, tilfinninga og maður heyrir það strax að þeir leggja allt í sölurnar til þess að veita hlustendum sínum eins góða tónlist og völ er á. Ég veit að Saybia er komin til að vera og ég vona að við á Íslandi tökum þeim vel og þá eigum við kannski möguleika á því að fá þá hingað til að spila fyrir okkur. Það er allavega draumur sem mig dreymir og líklega einhverja aðra líka.

Kveðja,
mmus