Sælinú! Fyrsta sinn sem ég skrifa (eða jafnvel kem inn á) þetta áhugamál.

Þannig er mál með vexti að eitís voru mín sokkabandsár og mér finnst enn í dag tónlistin frá þeim tíma vera sú besta sem völ er á. Ég á orðið dágott safn af tónlist með mínum uppáhalds flytjendum frá þeim tíma, en mig er farið að langa til að útvíkka þetta aðeins með öðrum hljómsveitum sem áttu góða smelli sem ég man eftir, en ég man sjaldnast titlana á lögunum, hvað þá flytjendunum!

Ok, það sem ég á nóg af fyrir og ég dýrka í ræmur er eftirfarandi:

U2;
Simple Minds;
Big Country;
Talking Heads;
INXS;
Billy Idol;
B-52's;
Roxy Music;
Pixies;
Cure;
Depache Mode;

og fleira. Ég er ekki að leita að þunnildapoppurum eins og Duran Duran og slíku heldur einhverju aðeins dýpra, einhverju dáldið í stíl við listann hér fyrir ofan. Getur einhver hjálpað með hljómsveitarheiti hérna?