Radiohead - HAIL TO THE THIEF! Loksins er platan komin út, mixuð og tilbúin í bestu gæðum.
Ég er þó búinn að vera að hlusta á HTTT (Hail To The Thief) síðan hún lak á netið,
en eins og þið kannski vitið þá var það hálfgerðar demo útgáfur af plötunni.

Ég mætti í Skífuna klukkan 23:59 á sunnudagskvöldinu til að næla mér í ferskt
eintak af HTTT Special Edition.
Spenntur, fór ég heim og opnaði þetta undurfallega eintak, og LOKSINS, loksins
gáfu þeir út plötu með söngtextum síðan OK Computer.
(Það var afskaplega pirrandi með Kid A og Amnesiac að það voru engir
söngtextar, tók mig heillangan tíma að finna út orð Thom Yorkes.)
Þar að auki fylgdi þetta flotta “landakort” eða einhvers konar kort sem ég botna
ekkert í, nema að orðin á því eru einhvers konar kaldhæðni við Bandaríkin.

Ég myndi giska á að Thom Yorke og félagar hafa tekið rúntinn í LA (þar sem mesti
partur plötunnar var gerður) og skrifað niður orð frá skiltum og öðru sem þeir sáu
á ferð sinni um LA og búið til eins konar kort úr því.

Eftir að hafa verið að dást að útliti og hönnun plötunnar þá ákvað ég að hlusta á
plötuna og lesa textana með.

Fyrsta lagið “2+2=5” er eitt það besta á plötunni að mínu mati, ég er búinn að
bíða lengi eftir góðu rokklagi frá þeim og er augljóst að þeir stóðu sig þokkalega
vel í því. Hápunktur lagsins er þegar Thom Yorke syngur rólega “It's the devil's
way now, there is no way out. You can scream and you can shout. It is too late
now.” og strax eftir á segir hann með hækkandi röddu (og rétt áður en geðsýkin
byrjar): “Because, you have not been paying attention”.
Ég verð að segja að þetta lag er greinilega um valda- og peningafíkilinn Bush. Þar
sem djöfullinn er að ráða ferðum í heiminum. Besta setningin er náttúrulega
þegar hann segir “All hail to the thief, all hail to the thief” í seinni part lagsins.
Lagið fær 5 stjörnur af 5.

Eftir skemmtilega og óvænta byrjun kemur lagið “Sit down. Stand up”.
Lagið byrjar á undarlegan en mjög flottan hátt en ég verð að segja að endirinn á
laginu fer ansi mikið í taugarnar á mér þegar Thom Yorke syngur “The raindrops”
sirka 30 sinnum.
Fá orð eru í laginu, eða nákvæmlega þessi:
“Sit down. Stand up. Walk into the jaws of hell. Anytime. Anytime. We can wipe
you out. Anytime. Anytime. The raindrops.”
Hérna túlka ég þetta þannig að þeir sem hafa völd (eða sá sem hefur vald) yfir
landi hafa of mikil völd og geta misnotað það auðveldlega og í þessu tilfelli erum
við regndropar, þar sem regndropar eru afskaplega hættulausir.
Þetta lag fær 5 af 5 fyrir byrjunina en 2/5 fyrir endirinn.
Samtals gef ég því 4/5 (því textinn er snilldarlega kaldhæðnislegur).

Eftir að hafa hlustað á “The raindrops” allt of oft hefst eitt fallegasta lag plötunnar
“Sail to the moon”.
Þetta undurfallega lag sýnir rödd Thoms í sínu besta ásigkomulagi og hæfileikar
hans til að skrifa fallega texta sýnir sig best í þessu lagi.
Ég las í viðtali við Thom Yorke að þetta lag er tileinkað syni hans, Noah.
“Maybe you'll be president, but know right from wrong.”
Þetta lag fær fullt hús, 5/5.

Fjórða lag plötunnar, “Backdrifts”, kom mér mjög á óvart við fyrstu hlustun. Alls
ekki bjóst ég við svona lagi frá þeim Radiohead piltunum. Þeir koma mér
stanslaust á óvart. Þetta er bara ótrúlega flott lag.
5 af 5.

Næsta lag heitir “Go to sleep”.
Það byrjar á gítarhljómum og rödd Thoms, auðvitað. Ansi leiðinleg byrjun á laginu
og textinn er bara alls ekkert flottur að mínu mati. Að Thom Yorkes skuli skrifa
“Over my dead body” í lögum sínum, ég varð vonsvikinn.
Lagið batnar smá í miðju þess.
Ég gef þessu 2/5.

Eftir afskaplega leiðinlegt lag kemur “Where I End and You Begin”.
Textinn er mjög flottur:
“Dinosaurs roam the earth. The sky turns green. Where I end and you begin.”
Röddin hans Thoms er ótrúleg í þessu lagi, ég fæ ágætis gæsahúð við hverja
hlustun á þessu lagi. Flottur endir með línunni: “I will eat you alive”.
5/5.

Í enda fyrsta helmings plötunnar er lagið “We suck Young Blood”.
Byrjunin er algjör snilld, byrjar eins og þunglyndur og drukkinn Thom að spila á
píanó með Hollywood í huga.
Hvað ég meina með því er að þetta lag fjallar eiginlega um sjúka kvikmynda- og
tónlistarmarkað heimsins, og þ.á m. Hollywood.
Síðan ég heyrði tónleikaútgáfu af þessu lagi á netinu, hef ég ávallt fundist það
mjög fyndið og þegar ég heyrði studio útgáfuna þá hló ég enn meira, sérstaklega
á þeim parti þar sem Thom bókstaflega lemur á píanóið.
Þetta lag fær pottþéttar 5 stjörnur.

“The Gloaming” er lag nr. 8 á plötunni. Upphaflega átti þessi titill að vera titill
plötunnar, en eitthvað fékk þá Radiohead menn til að breyta því.
Þetta er hálfgert svona geimlag að mínu mati, eins og að fara í einhvern leik sem
á sér stað í geimnum og maður þarf að skjóta niður flaugar og steina.
Drungalegt lag en mjög fínt.
Gef því 4/5.

Eftir geimferðina förum við beint í skóginn þar sem Thom Yorke breytist í tré…
“There There” sem er fyrsta smáskífa HTTT. Ég held að flestir hafa heyrt þetta lag
(sem hafa einhvern áhuga á Radiohead). Að mínu mati er þetta afskaplega
“venjulegt” lag sem að flestir geta líkað við.
Þetta fær 4/5.

Næsta lag er eitt það fallegasta lag sem að Radiohead hefur nokkurn tímann gert.
“I Will” heitir það og syngur Thom 2-3 raddir og gefur manni pottþétt gæsahúð
við fyrstu hlustanir. Það mætti halda að þetta lag væri gert fyrir son Thoms, Noah,
en þetta lag var búið til löngu áður en Noah fæddist þannig að það er útilokað
mál. Eini gallinn er að þetta er mjög stutt lag en þó frábært.
5 stjörnur.

“A Punchup at a Wedding” kemur eftir “I Will”.
Það hefst á sömu “beat”-vél og notuð er í Idioteque [frá Kid A] og síðan orðunum:
“No no no no no no no …”
Upphaflega var þetta lag kallað “No no no no no no no no.”, en augljóslega hafa
þeir breytt því, þó mér finnist það frekar fyndinn titill og byrjun á lagi.
Nokkrir Thom-ar að syngja “no no no no no”.
Flottar línur í þessu lagi eins og:
“When I turn around you stay frozen to the spot. The pointless snide remarks of
hammerheaded sharks. The pot will call the kettle black. It's a drunken punchup
at a wedding.”
Snilldarlag, gef því 5 stjörnur.

Þá kemur eitt slæmt lag, “Myxomatosis”.
Ég veit ekki hvort það á að vera “töff” eða eitthvað álíka, málið er að mér finnst
þetta bara ekkert sérstakt lag. Þetta lag hefur þó skemmtilegan texta þegar
maður les hann án þess að hlusta á lagið sjálft í leiðinni.
Ég gef því 2 stjörnur fyrir flottan texta.

Eftir prumpu-bassahljóðið í Myxomatosis kemur “Scatterbrain”.
Þegar ég heyrði þetta lag fyrst sá ég Thom fyrir mér í hvítum fötum haldandi á
kerti með báðum höndum syngjandi í kirkju aleinn.
“I'm walking out in a force ten gale. Birds thrown around, bullets for hail. The roof
is pulling off by its fingernails. Your voice is rapping on my window sill.”
Fallegt lag, fallegur texti.
5 stjörnur.

Síðasta lag plötunnar, “A Wolf at the Door”, kom mér mjög á óvart.
Þetta lag er ekkert líkt Radiohead en það fer pottþétt í topp 10 Radiohead listann
minn. Röddin og textinn gefur manni stanslausar gæsahúðir.
Textinn er ótrúlegur, röddin er ótrúleg, lagið er hreint út sagt “geðveikt”.
Það fer yfir 5 stjörnu skalann.
Frábær endir á plötu.
5/5.

Niðurstaðan verður sú að bestu lög (þau sem fá fullt hús) plötunnar eru
eftirfarandi:

- 2+2=5
- Sail to the Moon
- Backdrifts
- Where I End and You Begin
- We suck Young Blood
- I Will
- A Punchup at a Wedding
- Scatterbrain
- A Wolf at the Door

Níu frábær lög af 14.

Í heild sinni er þetta flottasta og langbesta plata sem Radiohead hefur gefið út að
mínu mati.


Þrátt fyrir tvö slæm lög þá fær platan 4,5 stjörnur af 5 fyrir lög og “artwork”.

Ég mæli eindregið með Hail to the Thief.


——–
Björgvin
uhu@isl.is