Frábær Rússnesk Hljómsveit Ég ætla að segja fólki frá frábærri hljómsveit sem mjög fáir á íslandi þekkja. Sú hljómsveit heitir Mumiy Troll (Múmíý Álfarnir).
Hún var stofnuð 1986 þann 16 októberí Vladivostock í Rúslandi.
Hljómsveitin er skipuð af:
Ilia Langutenko (f. 16.10 1968) sem syngur, spilar gítar, semur lög og texta og er bara aðal drifkraftur hljómsveitarinnar. Hann er eini af þeim upprunulegu sem eru ennþá í hljómsveitinni.
Eugene “Sdwig” Zvidionny (f. 11.12 1968) á bassan.
Oleg Pungin (f. 16.11 1968) á trommur. Hann hefur einnig stofnað útgáfu fyrirtæki í Vladivostock.
Yuri Tsaler (f. 22.5 1973) sem spilar gítar, hljómborð og saxófón.

Mumiy Troll gerðu fyrst upptökur árið 1983 og diskurinn Novaya Luna Aprelya (Hinn Nýi Aprílmáni)og hann varð mikið notaður á diskótekum Vladivostck 1985-86 og urðu þeir frægir upp úr því.

1986 voru MT kjörnir sem eitt af þrem hættulegustu samfélagslegu hljómsveitum heims af Sovjeska Lýðveldinu. Aðrar hljómsveitir voru m.a. Black Sabbath.

1987-89 fór Ilia í Sovjeska herinn og eftir það samdi hann eitt ( að mér finnst) bestu lögum Muiy Troll: Malchik Soldat (Stráka hermenn)

1990-96 var mjög lítið gert hjá Mumiy troll vegna þess að Ilia var í London og Kína að vinna.

1996 fékk MT sína núverandi mynd og hefur gefið út mikið af diskum og smáskæifum. M.a. tróku þeir þátt í Euróvision 2001 með lagið “Lady Alpin Blue” og sumir muna ennþá eftir söngvaranum með bindi um lærið.

MT Spilamjög breytt svið af tónlist og byrjaði ég að hlusta á þá eftir euróvision 2001 og get ég bara mælt með þeim. það er þó dálítið pirrandi að þeir eru bara á rússnesku enn það venst.

Vona að þið reynið að hlusta á e-ð með þeim, mæli eindregið með því.

Góða skemmtun með tónlistina ;)