Jæja hér fyrir neðan eru nokkur lög sem mér finnst vera skemmtileg.
Og ef tími gefst þá kemur framhaldsgrein með lögum úr öðrum tónlistartegundum. Vona bara að þið njótið lestursins.. Verði ykkur að góðu.


Best að byrja neðst á listanum.

Nr-10
M Beat Featuring General Levy - Incredible

Ok ef partý-ið er slappt þá þrusarðu þessu í tækið og ferð að hreyfa rassinn… Brilliant lag.

Nr-09
Basement Jaxx - Rendez Vu

Ég keypti mér diskinn þeirra Remedy eftir að hafa heyrt þetta lag í útvarpinu. Það er svo mikil gargandi snilld að dansa við þetta lag, maður kemst alltaf í rétta fílinginn við byrjun djamms ef maður skellir þessu á fóninn.

Nr-08
Db Boulevard - Point Of View

Ok ég veit, ekta popplag. En það er eitthvað við sönginn sem heillar mig svo uppúr skónum.. Undarlegt en þó skiljanlegt, sérstaklega ef þið hlustið á textann.. Ég kaupi oft svona Chillout diska og þetta lag er á flestum þeim :) skrítið

Nr-07
The Streets - Same Old Thing

Kunningi minn hann Leó kom með Original Pirate Material á rúntinn einusinni, og þá varð ekki aftur snúið. Textinn í þessu lagi er af því tagi að maður tengir hann við sitt eigið líf og lifir sig þ.a.l. algjörlega inní lagið…

Nr-06
Gus Gus - Very Important People

Mjög kúl lag, maður fær alveg fiðring í magan þegar þetta er spilað á klúbbunum. Töff

Nr-05
Sasha & Darren Emerson - Scorchio

Emerson fyrrum Underworld meðlimur og Ofurplötusnúðurinn Sasha saman. Blanda sem getur ekki klikkað. These are the mad notes eins og hann Jay myndi kalla það. Briiiiiilliant lag.

Nr-04
Air - All I need

Fallegur söngur, rólegt gítarspil og smá bít við… Einfalt og mjööög gott.. Svínvirkar

Nr-03
Wiseguys - Too Easy

Mjög svalt lag. Eitt að þeim lögum sem er ekki hægt að fá leið á… þrátt fyrir að viss tómatsósuauglýsing innihaldi lélega útgáfu af því.

Nr-02
Tears For Fears - Head Over Heels

Þegar ég sá Donnie Darko í fyrsta skiptið þá var ég eins og í losti þegar ég heyrði þetta lag.. Ótrúlega magnað lag sem spilaði að mínu mati stórt hlutverk í því að atriðið sem það var spilað í var jafn flott og það varð fyrir vikið.

ooooogggg spennan magnast!
.
.
.
.
.
.
.
.
.
Númer eitt!!

Depeche Mode - Home

Ef þú hefur ekki heyrt þetta þá öfunda ég þig ekkert smá… Af þeirri einföldu ástæðu að það er upplifun útaf fyrir sig að hlusta á þetta lag í fyrsta skiptið.. Reddaðu disk með laginu á, leggstu uppí rúm og settu græjurnar í svona þægilega tónhæð… lokaðu svo augunum og smelltu á play…. Klassík!